Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 28

Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 28
362 KIKKJURITIÐ ing og greftrun, hafi hingað til verið notaðar í þágu arðræn- ingjanna, og því hafi kirkjan gefið þeim hátíðlegt form til að tengja fólkið sínum skoðunum. Nú skuli þessari ósvinnu lokið. En hins vegar skuli hið mannlega innihald þessara hátíða- stunda í ævi hins vinnandi fólks fá að njóta sín í baráttunni til eflingar friði, félagshyggju og lýðræði. Á þessum grundvelli hefur borgarstjórnin í Stalinstadt stofn- að mörg embætti manna, sem mætti nefna tækifærisprédikara. Þeir eiga að flytja ræður við nafngjafir, hjónavígslur og greftr- anir. Ennfremur er skylda þeirra að útvega nauðsynleg húsa- kynni og viðhafnarsali fyrir þessar athafnir í ráðhúsum, fé- lagsheimilum og stjórnarbyggingum. Einnig ber þeim að sjá um blóma- og Ijósaskreytingar, fána, kórsöng og hornamúsik, þegar mikið skal við haft. Við nafn- gjöf og brúðkaup eru þeir í smoking, en við útfarir hefur þeim verið gerður sérstakur hátíðabúningur. Ennfremur eiga þeir að vera sálusorgarar, sem búa foreldra, brúðhjón og syrgjendur undir þær hátíðastundir, sem þau eiga að taka þátt í. Eftir þessar leiðbeiningar eru orðuð í helgisiðunum sérstök loforð, sem hlutaðeigandi fólk á að játa eða undirskrifa við athöfnina. T. d. við nafngjöf eiga foreldrarnir að skrifa undir eftirfarandi skuldbindingu: Við ætlum að ala barnið okkar upp í anda socíalismans sem hugsandi, starfandi ríkisþegn hins þýzka Alþýðulýðveldis. Svipað gildir með skuldbindingu við hjónavígslu, þar er ekki einungis heitið ævilöngu samfélagi hjónanna, heldur einnig að styrkja ríkið og efla útbreiðslu hins socíaliska þjóðskipulags- Ræður þær, sem fluttar eru við þessi tækifæri, skulu og byggðar upp í vissu formi. Þar eru viss aðalatriði, sem ekki má sleppa. Og auðvitað er tillit til alþýðulýðveldisins í fyrsta sæti. Við nafngjöf er talað á þessa leið: „Bændur og verkamenn Þýzka alþýðulýðveldisins heilsa með gleði hverjum nýfæddum þegni. Þeir hafa valdið og máttinn til að veita sérhverju barm bjarta framtíð." Við hjónavígslu skal lögð áherzla á það, að ríkið geti vernd- að hjónabandið, en það geti trúarbrögðin ekki, því að ÞaU byggi á Guði, sem ekki er til. Þess vegna sýni þau jarðlífinU

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.