Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 32
Húsavíkurkirkja fyrir siðaskipti.
Flutt á 50 ára afmæli kirkjunnar 2. júní 1957.
Hér verður ekki fluttur nema stuttur þáttur úr sögu kirkj-
unnar fyrir siðaskipti. En því hef ég valið þetta viðfangsefni,
að tiltölulega er lítið vitað um sögu kirkjunnar á þessu tíma-
bili, og væri þess vegna fremur einhver leið að gera því efni
nokkur skil í stuttu máli.
Níu eða tíu aldir er langur tími, og berast ekki minningar
frá manni til manns yfir svo langt árabil. Mundi nú öll hin
forna saga þjóðar vorrar vera kafin í sand gleymskunnar, ef
kirkjan hefði ekki í öndverðu kennt börnum sínum ritlistina,
þessa merkilegu íþrótt, sem norrænum mönnum var áður lítt
kunn. En jafnvel margar þær skrár, sem gerðar voru á fyrstu
öldum kristninnar hér á landi, eru nú fúnar og týndar, og ÞV1
höfum vér við fátt að styðjast um upphaf og elztu sögu kirkj-
unnar nema örfá bréf, sem enn standa eins og brimsorfin sker
úr kafi gleymskunnar. Annað timburrek af tímans stórasjó er
svo fátæklegt og slitrótt, að erfitt er að henda reiður á og brúa
bilið á milli, svo að af geti orðið samfelld saga.
Hér verður því aðeins um fáeinar athuganir að ræða.
Hinn forni kirkjudagur.
Alla stund frá því Garðar Svavarsson átti vetrardvöl á Húsa-
vík fyrstur norrænna manna og þræll hans Náttfari') narn
yndi á þessum slóðum, hefur efalaust verið einhver manna-
i) Sumir hafa dregið í efa, að Náttfari hafi verið þræll, en hvort
tveggja er, að Hauksbók nefnir hann þræl, enda bendir hvorki nafn
hans né hrakningar fyrir öðrum landnámsmönnum á, að hann hafi
verið kynborinn eða mikill fyrir sér.