Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 37

Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 37
KIRKJURITIÐ 371 líndúkur, sem hafður var undir sakramentið. Komnir voru í kirkjuna tveir altarissteinar, en þessir steinar voru stundum í umgerðum og höfðu að geyma helga dóma. Auk þess: þrjár brúnir framan á altari, þrír krossar, auk hinna smelltu, glóð- arker, eldberi og kirkjukola. Ennfremur tveir lektarar, sem reyndar voru þó báðir í slæmu ástandi. Það er fremur ósennilegt, að kirkjan hafi verið búin að afla sér svona margra og góðra gripa á fám árum, ef hún hefði verið rænd skömmu eftir 1420. Má vera, að sögu Hannesar um- boðsmanns beri að skilja svo, að kirkjan hafi verið rænd að búfé sínu. En hafi kirkjan verið brennd, hefðu gripirnir átt að týna tölunni. Hér hefur því annaðhvort eitthvað skolazt í skýrslu umboðsmanns, eða að registur Ólafsmáldaga um kirkju- gripi sé í hugsunarleysi tekið eftir eldri skrá, sem er sennilegast. Prestar. Að lokum skal gerð stuttlega grein fyrir prestum þeim, sem nieð vissu hafa þjónað Húsavíkurkirkju fyrir siðaskipti. Sá fyrsti, sem prestatalið getur um, er: Jón Skeggjason. Hann hefur sennilega verið orðinn prestur hér um það bil, sem kirkjan var rænd, svo að það hefur lent á honum að sjá um endurbyggingu hennar. Jón var prestur á Húsavík fram yfir 1450, en flyzt þá að Garði í Kelduhverfi. Hugsazt gæti, að hann hafi verið sonur Skeggja Eldjárnssonar, sem var prestur á Grund í Eyjafirði skömmu fyrir aldamótin 1400. Annars er lítið vitað um hann. Ólafur Þorgeirsson. Hann verður prestur á Húsavík um 1452. Hafði áður verið kirkjuprestur á Hólum í tíð Gottskálks bisk- ups Kænekssonar, en fór að Bægisá um 1464 og lifði þar síðan fanga ævi. Hann var mikill framkvæmdamaður, lagði kirkj- unni á Húsavík til: messuserk, höfuðlín og mundlaug, og lét hressa mikið upp á kirkjuhúsið, setja í það nýtt gólf og gera hil undir kórinn. Bendir þetta til, að kirkja sú, sem byggð var eftir brunann, hafi verið þiljuð innan, enda er ekki talað um hirkjutjöld 1461. — Séra Ólafur Þorgeirsson var sonur Þor- geirs Ólafssonar Sigurðssonar lögmanns Guðmundssonar ridd- ara í Lögmannshlíð, og voru þeir Sigurður príor, afi Jóns bisk- uPs Arasonar, og séra Ólafur því bræðrasynir. Séra Ólafur var ástvinur mikill Ólafs biskups Rögnvaldssonar og hafa þeir

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.