Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 39
KIRKJURITIÐ 373
Húsavíkurkirkju 12 merkur, og mundi allt þetta fé hafa num-
ið um það bil 50 hundruðum á landsvísu.
Sennilega hefur eitthvað kastazt í kekki með Þorsteini og
Ólafi biskupi áður en þetta var, og hefur Þorsteinn þótzt verða
hart úti og ætlað að ná sér niðri með því að taka undir sig fé
Húsavíkurkirkju, en þá farið enn verr, enda var við ofurefli
að etja, sem biskupsvaldið var á þeim tímum.
Næsti prestur á Húsavík var:
Ketill Jónsson. Hann var fæddur um 1497 og alinn upp á
Bakka á Tjörnesi, þar sem faðir hans bjó. Átján ára gamall fór
hann í skóla að Hólum árið 1515 í tíð Gottskálks biskups Niku-
lássonar og gerðist prestur á Húsavik 1519, en fór þaðan að
Presthólum og var prestur þar til 1565. Má vera, að hann hafi
síðan verið prestur nokkur ár á Sauðanesi, því að lifað hefur
hann fram um 1570.
Árið 1537 gerist Kolbeinn Auðunarson prestur á Húsavík.
Hann var sonur Auðuns Sigurðssonar lögréttumanns í Þing-
eyjarþingi Sveinbjarnarsonar prests í Múla, og var Auðun bróð-
ir Helgu, barnamóður Jóns biskups Arasonar. Kolbeinn var
Pi'estur fram yfir siðaskipti og mikill fyrir sér, eins og þeir
frændur fleiri. Lét hann gera upp alla kirkjuna í Húsavík að
Ve&gjum og viðum vorið 1548, og mat séra Sigurður á Grenj-
aðarstað, frændi hans, þessa kirkjubót á 10 hundruð. Einnig
hafði hann lagt kirkunni til margt í bókum, stórt píslarmark
°g annað forgyllt, er bæði voru metin á eitt hundrað, og allt
eftir því. Hefur Kolbeinn verið fjáður vel og mesti rausnar-
^iaður, því að kirkjan er löngum í skuld við hann, fremur en
hann við hana, sem var miklu algengara á þeim tímum.
Séra Kolbeinn var fæddur um 1508 og segist 1567 hafa hald-
Húsavík meira en 30 ár. Um það leyti, sem hann segir af
Ser, telst kirkjan eiga Þorvaldsstaði, sem goldið var eftir 10
surar í landskuld, en heima á staðnum voni 4 kýr, 3 og hálft
asauðarkúgildi, 5 tvævetrir sauðir og 10 veturgamlir, og einn
hundraðshestur. Aðrar tekjur voru: lambseldi af 15 bæjum og
Preststíund af fasteign: 13 aurar.
Eftir siðaskiptin eru miklu meiri heimildir um sögu þessa
staðar og þá, sem hér hafa búið, svo að ofviða yrði að fjalla
Utu það í stuttu erindi. Læt ég því þessum þætti lokið.
Benjamín Kristjánsson.