Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 40
Rœða við endurvígslu Bergsstaðakirkju. Herra biskup! Háttvirti prófastur, prestur, söfnuður og gestir! Þótt það kunni að verða fært mér til nokkurrar fordildar, játa ég, að mig hefur lengi langað til að ná þeim áfanga, er vér nú stöndum á. Það mun flestum gleðigjafi, að sjá verki lokið, og þá löngum því meir, sem það er hugstæðara. Ærin rök eru fyrir hendi um það, að þetta verk er miklum hluta þessa safnaðar slíkt, að því fylgir heill hugur og heillavonir. Ég vil því fyrir hönd hans færa hverjum þeim, sem lagt hefur að því hug eða hönd, alúðarþakkir. Hér „þýðir ekki að þylja nöfnin tóm“. Ég sleppi því að tilgreina alla þá, er þessa þakk- lætis skyldu njóta. Stilli mig þó ekki að nefna þá tvo menn, sem hafa haft höfuðumsjón með framkvæmd verksins, þá Einar Evertsen byggingarmeistara á Blönduósi, sem sá um smíðina, og Friðjón Guðmundsson málarameistara í Höfðakaupstað, sem málaði kirkjuna með aðstoð nokkurra sóknarbarna. Lofa hér verkin meistarana. Hér verður fyrst fyrir að svara spurningunni: Hvað kostaði verkið? Skal ég freista þess að gera það í fám orðum: Endurbygging, þ. e. efni og vinna, nam . . kr. 71988,23 Málning og vextir af bráðabirgðalánum . —- 26200,45 Alls nemur því kostnaðurinn ........... kr. 98188,68 Ég geng þess ekki dulinn, að mörgum muni finnast þessi upphæð mikil. En þess skulum við vera minnug, að nú reiknum vér íslendingar hag vorn í háum tölum, og hlýtur því svo að fara einnig hér. Ef við tökum þær upphæðir, sem vér veltum nú, eða öllu heldur mælum í erfiði okkar, og berum þær sam- an við þær tölur, sem foreldrar vorir lögðu til grundvallar við mat á önn sinni, blasir við geysimunur. En væru athafnir kyn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.