Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 41

Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 41
KIRKJURITIÐ 375 slóðanna metnar niður í kjöl, er ekki ólíklegt, að dæmið fengi drjúgum annan svip. En hér er ekki stund til að rökstyðja það nánar. En svo við snúum okkur aftur að fjárreiðunum í dag, er það um þær að segja, að af þessari upphæð eru kr. 48182.75 fram- lag að heiman — eign og gjafir, þar af gjafir kr. 19181.24. — Eg skal ekki þreyta ykkur á að lesa hér þann lista, sem þetta er skráð á. Þar eru að sjálfsögðu allmisjafnar tölur, — misjöfn þátttaka, — eins og venjulega gerist í slíkum málum. En benda vil ég á, að meðal þeirra upphæða er eins og forðum eyrir ekkjunnar, borinn fram af ást á því málefni, sem unnið er að, þeirri hugsjón, sem fyrir stafni er, trú á gildi þess, sem gef- ið er til, — jafngildur og jafnfágaður af fórnfúsri ást, og hann var fyrir 19 öldum síðan. Ég get ekki stillt mig um að nefna í þessu sambandi gjöf, sem kirkjunni hefur borizt nýlega, þó ekki sé hún gefin til endurbyggingar hennar. Guðmann Árnason frá Klömbrum í Vesturhópi gaf henni á dánarbeði 10 sálma- bækur. Mér er það sérstaklega ljúft að færa þessum útigengna einstæðingi þá þökk, er ég get bezta sent og lengst. Mér fannst °ft hann sanna mér þá staðhæfingu Björnsons, að almættið standi þeim næst, sem það einangrar. Mér er það ljóst, að nú eru uppi raddir um, að þetta verk hefði ekki átt að gerast. Kirkja hér á Bergsstöðum eigi ekki rétt á sér. Við eigum að hafa eina kirkju fyrir alla sveitina, enda skaðlaust þó lengra væri seilzt. Þessu vil ég svara með eftirf arandi: t fyrsta lagi: Þetta mál hefur verið rætt á safnaðarfundum ^hórg undanfarin ár, og aldrei heyrzt rödd til andmæla því, að kifkjan væri endurbætt svo vel sem kostur er á. Hitt er stað- reynd, að sóknarnefnd hefur verið legið á hálsi fyrir það að hnfa ekki lokið því fyrir löngu. Sú ásökun er á fullum rökum reist og verður ekki varin hér. I öðru lagi söguhelgin. Kirkja hefur staðið hér á Bergsstöð- Ufn, svo víst sé, síðan 1340. Hversu lengi hún hefur þá verið húin að standa, verður nú trauðla sannað. Víst má telja, að það hefur numið áratugum, — trúlegast, að hana hafi þá ekki skort ^nikið á öld, hafi það þá ekki verið drjúgum betur. Þessar aldir hafa því skapað henni þá helgi í hugum þeirra, er hér búa, að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.