Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 42
376
KIRKJUIUTIÐ
sársaukalaust mundi þeim ekki að' sjá hana verða að skran-
skemmu, — horfna sem helgidóm.
í þriðja lagi sýna gjafir þær, sem ég gat um áðan, hug þeirra,
Bergstaðakirkja
er þar eiga hlut að máli, betur en ég get túlkað. Læt ég þær
því einar um að segja þá sögu.
í fjórða lagi er á það að líta, að „hægra er að styðja en
reisa“. Þótt sú upphæð, sem til þessa verks hefur gengið, sýnist
há — og sé það, — er hún þó trúlega ekki þriðjungur þess
fjármagns, sem þurfa mundi af hendi þessarar sóknar til að
reisa eina kirkju að nýju fyrir alla sveitina. Það kann að þykja
rangt, að minna á það á þessum tímum auðs og ailsnægta á
landi voru, að „molar eru líka brauð“. En þó er það staðreynd-
Og í fimmta lagi — en um það kann ég að vera einn. — Þótt
vel megi sanna stærðfræðilega — eða hagfræðilega, hvort hug-
takið sem haft er, — sé rétt að hafa fáar kirkjur og stórar, er
fjarri lagi að þessum málum séu gerð full skil með þeirri lausn
einni. Málum kirkjunnar, — málefnum kristindómsins í heild.
— verður ekki bjargað með ískaldri stærðfræði. Þar kemur