Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 47
KIRKJURITIÐ
381
Vonandi verður riti þessu tekið svo vel, að áframhald geti
°rðið á útgáfu þess. Hvorki mun norðlenzku prestana skorta til
þess efni né rithæfni. Og annað og meira: Endurvakning félags-
ins og ritsins vona ég að boði endurreisn biskupsstóls á Hólum.
Það er takmark, sem Norðlendingar eiga einhuga að keppa að,
og margar líkur benda til, að þeim geti auðnazt að ná á næst-
unni.
Hermann Pálsson: íslenzk mannanöfn. — Heimskringla 1960.
Snotur og handhæg bók, sem eflaust kemur að miklum not-
uni. „Lesendur og njótendur þessarar bókar bið ég minnast
þess“, segir höf., „að fyrir mér vakir einkum handhæg skrá
yfir íslenzk nöfn. Vænti ég þess, að bókin megi verða til þess,
að betur verði vandað til skírnarnafna eftir útkomu hennar en
aður, að útlendum nöfnum og nafnleysum fari fækkandi og
þjóðlegum íslenzkum nöfnum fjölgandi að sama skapi.“
Þá birtir hann Lög um mannanöfn (nr. 54, 27. júní 1925) og
Segir síðan:
>,Lög þessi hafa, eins og kunnugt er, verið þverbrotin svo oft,
aÖ undrum sætir. Fjölmargir foreldrar hafa valið börnum sín-
Urn nöfn, sem eru útlend og röng að lögum íslenzkrar tungu.
^argir hafa tekið upp ættarnöfn, og velja sumir þá leið, að
þeir gefa börnum sínum ,,ættarnöfn“ að skírnarheitum, þótt slík
n°fn hljóti að brjóta í bága við nafngiftasiði og lög. Margir
Ptestar hafa gegnt eftirlitsskyldu sinni helzt til slælega, þótt
aðrir hafi réttilega neitað að skíra börn ólöglegum nöfnum.
^tjórnarráðið og heimspekideild háskólans hafa eftir því, sem
eS bezt veit, einnig brugðizt lagalegri skyldu sinni, því að skrá
mannanöfn, sem bönnuð skulu vera, mun enn vera ókom-
ln út. Vanræksla stjórnarráðsins og heimspekideildar háskól-
ans er í rauninni óskiljanleg, því að íslenzk alþýða hefur ávallt
naft mikinn áhuga á nöfnum og nafngiftum. Og vitanlega hef-
Ur þessi vanræksla gert prestunum mun örðugra fyrir um eftir-
Ú á nafngiftum.“
Letta er laukrétt. En samt er mín reynsla sú, að minna beri
nu á því en í byrjun þessarar aldar og fyrr, að foreldrar kjósi
aÖ gefa bömum sínum erlend heiti eða gælunöfn, hvað þá
'aunveruieg ónefni. Hitt er aftur á móti eftirtektarvert, að
ytn>s forn og góð nöfn, sem kalla má að legið hafi í dái, jafn-