Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 6

Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 6
52 KXRKJURITIÐ litlum unglingum, grunnhyggnum hugsjónamönnum og þar að auki öllum hinum, sem öfunda náunga sína og finnst þeir sjálf- ir bera skarðari hlut frá borði en vera ætti. Á efnishyggjuöld er það auðvelt trúboð að segja við þá, sem hungrar og þyrstir í jarðnesk gæði: Taktu þau með herfangi, hvar sem þú getur! Allir þeir, sem eitthvað eiga, eru þjófar og óþokkar, þér er ekki vandara um. — Annað mál er það, hvort bræðralag á jörðu verður nokkru sinni grundvallað með þessum hugsunar- hætti.“ Allt þetta steal ég gefa þér, ef .. . „Sannleikurinn er sá, að með þessari aðferð er snúið baki fyrir fullt og allt við trú á guðdómlega hluti, en fallið á kné fyrir Satan, sem fór með sjálfan höfund kristindómsins upp á ofur- hátt fjall og sýndi honum þaðan öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og mælti: Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Ef þú svíkur vini þína, sál þína og samvizku og allt, sem þér var kennt að kalla heilagt, ef þú lýgur, þegar þú þarft á að halda, notar ofbeldi, þegar þú getur komið því við, drepur menn, þegar þeir eru í vegi fyrir þér, og tekur allt það herfang, sem þú hefur atorku til, þá ert þú minn lærisveinn. Sjá, þannig er farið að því að leggja undir sig ríki veraldar. Og trúboðið heldur áfram á þennan hátt: Hví skyldi maður efast eða hika? Það er enginn Guð. Guð er bara þjóðsaga, sem prestarnir eru látnir segja fátækum, svo að þeir séu auðsveip- ari að þjóna hinum ríku. Tíu boðorð Móse miða ekki að neinu öðru en því að undiroka hina snauðu. Sannleikurinn er alltaf á bandi hinna sterku. Ef þú sigrar, getur þú gert hvað, sem þér sýnist að sannleika, snúið við sjálfri mannkynnssögunni, sagt það hvítt, sem er svart.“ Vík burt frá mér Satan. „Þetta er siðfræðin, sem kennd er í stað hinnar kristnu. Glöggt sá meistarinn inn að kjarna þessa alls, er hann mælti: Vík burt frá mér Satan! Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, held- ur sérhverju því orði, sem fram gangur af Guðs munni ... Hvað gagnar það manninum, þó að hann leggi undir sig allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.