Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 15

Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 15
SIGURÐUR BIRKIS söngmálastjóri Sigurður Birkis, söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, andað- ist hér í bænum á gamlárs- dag síðastl. eftir langa van- heilsu og þunga legu. Á Þjóð- kirkja vor þar á bak að sjá dugmiklum og ágætum starfsmanni og margir um land allt ljúfum samverka- manni og kennara og trygg- um vini. Verður skarð hans vandfyllt. Sigurður var fæddur 9. ágúst 1893 að Krithóli í Skagafirði. Foreldrar hans voru þau hjónin Eyjólfur Einarsson og Margrét Þor- móðsdóttir, er bjuggu á Reykjum i Tungusveit. Naut Sigurður umhyggju þeirra aðeins órfá fyrstu bernskuárin, en þau létust bæði á sama ári, og neimilið leystist upp. Var þá Sigurður tekinn í fóstur af þeim Prestshjónunum í Goðdölum, séra Vilhjálmi Briem og frú Steinunni Pétursdóttur, og reyndust þau honum jafnan sem beztu foreldrar. Hann ólst einnig upp með þeim að Staðarstað, en þar var séra Vilhjálmur prestur 1901—1912, unz hann flutt- ist með fjölskyldu sinni alfarinn til Reykjavíkur. Fósturforeldrar Sigurðar komu honum til náms og þroska, enda var heimili þeirra ágætur skóli ungu fólki. Hann sótti gagnfræðaskólann í Flensborg og lauk þaðan fullnaðarprófi 1911. Framtíðarstörf voru honum huguð verzlun eða banka-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.