Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 29
Séra Sigtryggur Guðlaugsson.
F. 27. sept. 1862. — D. 3. ágúst 1959.
Talið er, að N. T. S. Grundtvig
hafi ort 1431 sálm. í íslenzku þýð-
ingunni byrjar hinn fyrsti þannig:
Ó, hve dýrðlegt er að sjá
alstirnd himinfesting blá,
þar sem ljósin gullnu glitra,
glöðu leika brosi’ og titra
:|: og oss benda upp til sín. :|:
Hér er þegar sleginn sá streng-
ur, er ómar gegnum allan skáld-
skap Grundtvigs og kenningu:
Sköpunarverkið er dásamlegt og
það bendir okkur á Guð, höfund
sinn og kærleiksríkan föður, og við eigum að lofa Guð með
Ijúfum söng orða og verka.
En barétta skyldi og þjónusta vera. Kona ein spurði Grundt-
vii. er hann var orðinn gamall, hvort hann óttaðist dauðann.
..Nei, ég óttast hann ekki,“ svaraði Grundtvig, ,,en —“ bætti
hann við með djúpri alvöru og leit á konuna, „dauðinn er and-
stœðingur minn.“
Grundtvig var ljóst, að lofgjörðin lífinu til dýrðar og bar-
attan við óvin þess varð að vera í Guðs hendi:
Sem mergðin fugla’ um fjöll og hlíð
með fögrum lofsöng alla tíð
hinn bjarta vordag boðar,
hver tunga, sem að tala kann,
eins tignar dauðans sigrarann
:■: af páskaröðli’ er roðar. :|: