Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 7
KIRKJURITIÐ
53
Hér erum vér stödd á vegamótum og þurfum að nema stað-
að og spyrja: Hver er hamingjuleiðin ? Borgar það sig fyrir
þrjátíu silfurpeninga að svíkja allt, sem guðdómlegt er, og um
leið allt, sem mannlegt er í okkur? Því að hann, sem kynslóð-
irnar hafa tilbeðið: Kristur, höfundur og fullkomnari trúar-
innar, var um leið vor æðsta mannshugsjón, allt sem vér þekkt-
um æðst að fegurð og göfugleik.
Quo vadis? Hvert ferðu? Liggur vegurinn þangað, sem hvorki
er til miskunn eða sannleikur né neitt það, sem píslarvottar
frumkristninnar lögðu líf sitt í sölurnar fyrir? Þangað, sem
múgurinn er viljalaus og einstaklingurinn áhrifalaus, en harð-
stjórinn einn skipar fyrir um, hvernig hugsa megi í dag, hvern
hata skuli og hvern taka af lífi, kannske stallbróðurinn frá í
gær? Þangað, sem maðurinn hættir að vera Guðs barn, en er
orðinn að skepnu á ný?“
Píslarvœtti dýrlinganna.
„Hrollur fór um mig, þar sem ég sat í þessari litlu kirkju,
sem geymir miningarnar um Pétur postula," heldur læknirinn
áfram. ,Ég hugsaði um píslarvættisdauða þessa fornhelga dýr-
lings og um allar grafirnar niðri í katakombunum, þar sem
sjá mátti skinin bein þeirra hugrökku manna og kvenna forn-
kirkjunnar, sem kusu heldur dauðann en beygja kné sín fyrir
siðspilltum harðstjórum þeirra tíma.
Og alls hugar þráði sál mín það, að einnig vér mættum verða
gripin af sams konar brennandi hrifningu fyrir náðinni og
sannleikanum, sem kom fyrir Jsúm Krist, sama óttaleysinu í
lífi og dauða. Því að hræðslan er það, sem beygir bök fjöldans
undir þrældómsokið. Með ógnunum og skelfingum reyna allir
harðstjórar að festa sig í sessi. En þar, sem andinn er reiðu-
búinn, duga hvorki villidýr né píslartæki gegn honum, þar
brotnar vald myrkursins.
Eins og tárhreint blóm sprettur upp úr leirflagi, þannig spratt
kristnin upp úr gerspilltu þjóðfélagi rómversku keisaranna, fá-
einir umkomulausir menn sigruðu heilt heimsveldi hertygjaðir
niætti andans einum saman.“
Draumurinn um friö á jöröu.
„Ef vér ættum enn þá þessa brennandi trú á ríki Guðs, sem