Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 40

Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 40
86 KIRK JURITIÐ og Lafrans. Kalksteinninn hefur dugað þeim vel, þessum gömlu meisturum, til að sýna fæmi sína í kirkjubyggingarlist- inni. Enn í dag er kalksteinsnám og útflutningur á kalksteini þýðingarmikill liður í búskap Gotlendinga. Að vísu ríkir at- vinnuleysi í þessari grein sem stendur. Þess urðum vér áþreif- anlega varir, er vér tókum upp í bílinn einn af kirkjugestunum eftir messu. Hann greindi svo frá, að nú stæði fyrir dyrum að loka einni kalksteinsnámu þar í sókn, og blasti því atvinnuleysi við mörgum heimilum á næstunni. Það er því ekki að furða, þótt íbúum fækki heldur á Gotlandi, því að margt ungt fólk leitar sér atvinnu annars staðar. Aðalatvinnuvegur eyjar- skeggja er akuryrkja og kvikfjárrækt. Mjög mikið land hefur verið tekið til ræktunar síðustu árin. Mýrar hafa verið ræstar fram og skóglendi rutt. Litlu hestarnir á Gotlandi eru víða þekktir og minna mjög á íslenzku hestana. Ýmislegt annað minn- ir á ísland, svo sem sauðféð, sem gengur að mestu sjálfala ár- ið um kring. Þær kindur, sem ég sá, voru yfirleitt svartar. Þeir eru tiltölulega fáir, sem fiskveiðar stunda, en miðin umhverfis eyjuna eru gjöful. Iðnaður er nokkur og er sementsframleiðsl- an mikilvægust, enda hráefnin nærtæk, svo sem kalksteinninn. Hið forna tungumál Gotlendinga, gutamálið, er með mjög gömlum blæ og að ýmsu leyti ólíkt hásænskunni og öðrum mállýzkum í Svíþjóð. Þessi ævagamla tunga hefur verið sérstök, norræn mállýzka og um margt skyld íslenzkunni. Nú er þetta mál að hverfa meir og meir fyrir áhrif skóla, útvarps og blaða, en meðal eldra fólks má enn heyra ýmis orð og beygingar, sem ekki er að finna í dönsku eða sænsku, en minna mjög á íslenzk- una. Það heyrði ég vel hjá gömlum fræðaþul, sem fræddi hina ungu um trú og siði hinna fornu Gotlendinga í námsflokki, sem sóknarpresturinn hafði efnt til. Þar var lifandi áhugi á þjóðlegum fræðum, eins og meðal vor íslendinga. Húsvitjanir tíðkast ekki í Svíþjóð, en prestarnir láta sér um- hugað um að vitja sjúkra og aldraðra. Mér er mjög minnisstæð heimsókn hjá gömlum skipstjóra. Hann hafði nýverið átt merk- isafmæli, og af því tilefni kom sóknarpresturinn í heimsókn. Fékk ég að fljóta með. Að sjálfsögðu var framborið kaffi og kökur, en sinn er siðurinn í landi hverju. Tertan var ekki bor- in fram fyrst, heldur geyma menn það bezta þangað til síðast. Urðu allir mjög undrandi, er ég sagði þeim, að á Islandi væri

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.