Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 8
54
KIRKJURITIÐ
á að koma„ ríki fórnarinnar, miskunnsemdanna og bróðurelsk-
unnar, þá væri líka nóg viðreisnar von áttavilltu mannkyni.
Þá mundi sú endurfæðing eiga sér stað, sem brenndi hatrið og
vonzkuna eins og sora úr sálum mannanna, þessa illsku, sem
sprottin er af skammsýnni sjálfselsku og ótta. Þá mundu valda-
stólar harðstjóranna hrynja og allar kynkvíslir jarðar taka
höndum saman og styðja hver aðra til þess að draumurinn um
frið á jörðu megi rætast.
Þetta er eina von mannanna, eini ljósgeislinn í myrkrinu.
Veröldin verður aldrei umbætt með grimmd og ofbeldi. Sagan
hefur ávallt sannað þau orð, að hver, sem vegur með sverði,
mun falla fyrir sverði. Sé um byltingu að ræða, verður hún
fyrst að byrja heima hjá hverjum einstökum manni. Ef það er
raunverulega ætlun vor að gera þjóðfélagið betra, ættum vér
að byrja á oss sjálfum,, því að þar er oss í nokkurt sjálfsvald
sett að vænta árangurs. En ef vér getum ekki bætt sjálfa oss,
hvaða von er þá til, að vér bætum aðra? Þá fyrst, þegar hver
maður fylgir rödd samvizku sinnar og gerir það, sem vera má
öðrum til fyrirmyndar, erum vér á réttri leið. Ekki fyrr.“
Guöstrú er vísindi.
„Takmark siðaðs mannfélags er að útrýma hatri, grimmd og
valdagirnd, en efla i þess stað góðvild og réttlæti. Sama er,
hvaða trú vér játum, ef vér stefnum að þessu marki, en eng-
inn stefnir þó í þessa átt heils hugar án guðstrúar.
Sumir skammast sín fyrir að trúa á Guð, af því að þeir halda,
að það samrýmist ekki vísindum nútímans. Það er óhætt að
segja það undir eins, að algert trúleysi er miklu óvísindalegra,
af þeirri ástæðu m. a„ að það samrýmist miklu verr staðreynd-
um lífsins. Sérhver lifandi vera vex upp og nærist á traustinu
til skaparans. Þegar mennirnir hætta að treysta Guði og taka
að trúa á mátt sinn og megin, tæknina og þægindin, verður
sál þeirra gripin slíkri örvænting og tómleikakennd, að þeir
fara brátt að trúa á pólitískar kreddur eða ótínda harðstjóra
til að eiga einhvers staðar höfði sínu að að halla.
Guðstrúin er kraftur, sem eigi aðeins miðlar andlegum auði,
hamingju og sálarfriði, heldur vekur hún einnig skilning manna
á meðal og stuðlar að bræðalagi allra manna.“