Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 23
KIRKJURITIÐ
69
Á þessum nýja grundvelli var ákveðið, að ríkið skyldi árlega
teggja fram allmikið fé til að reisa vönduð steinhús handa
Prestum landsins og til að endurbæta gömul hús, sem gera
mátti vel ibúðarhæf, meðan ekki var kostur á endurbyggingu.
Sveitaprestar fengu jafnframt stuðning ríkissjóðs vegna nauð-
synlegra peningshúsa eftir þörfum prestsjarðanna. Hefur þess-
ari endurbygging prestssetranna verið haldið áfram hiklaust
ár eftir ár síðan um 1930 að kirkjumálanefndin lauk starfi sínu.
Innan tíðar má gera ráð fyrir, að endurbyggð hafi verið öll
prestshús á landinu.
Sjötta og síðasta frv. kirkjumálanefndarinnar, sem stjórnin
sendi Alþingi, var mikill lagabálkur um kirkjugarða og viðhald
þeirra. Varð hann að lögum eins og fyrr segir ári síðar en
hin frumvörpin, sem fyrr voru talin. Að því er snerti kirkju-
garðana var við ramman reip að draga. Herfileg meðferð þeirra
er ein af kunnustu alþjóðarsyndum Islendinga í þessu efni.
Mátti búast við seigri mótstöðu gegn eðlilegum umbótum.
En nú er þó svo komið, að hið lögboðna eftirlit nær til mjög
margra af kirkjugörðum landsins. Mest og bezt hefur verið
unnið að kirkjugörðum í kaupstöðum landsins, einkum í höfuð-
staðnum og á einstaka stað í sveitum. 1 Reykjavík hafa tveir
af forgöngumönnum kirkjugarðsmálanna, Felix Guðmundsson
og Sigurbjörn Þorkelsson, unnið mikið og þjóðnýtt starf. Báð-
ir hafa orðið að berjast við sorglegt hirðuleysi og þá leiðu tízku
margra íslendinga, sem hafa látið reisa voldugar steingirðing-
ar utan um leiði vandamanna sinna í miðjum kirkjugarðin-
um. Eldri óvenjan var að hafa nafnlausar og sviplausar þúf-
ur sem tákn yfir framliðnum vinum og vandamönnum.
Innan tíðar mun í Reykjavík verða byrjað á þriðja kirkju-
garðinum, alllangt utanbæjar í óbyggðinni. Er talið, að þar
verði tekinn upp sá almenni siður menntaþjóða að hverfa frá
steingirðingum utan um leiðin, en ætla vandamönnum í þess
stað að prýða leiðin með blómum og trjám. Slíkir kirkjugarðar
verða síðar fagrir trjágarðar, heilsulindir nýrra kynslóða. Á
síðari árum hefur trjágróður vaxið mjög í kirkjugörðum, eink-
um Reykjavík. Þar unir fólk úr bænum sér einna bezt á fögr-
um góðviðrisdögum í faðmi íslenzkrar náttúru í nánd við sögu
og minningar fyrri kynslóða.
Jónas Jónsson frá Hriflu.