Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 22

Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 22
68 KIRKJURITIÐ stjórnareinkennum — hinu nýstofnsetta kirkjuþingi. Báðar þessar stofnanir eru byggðar á heilbrigðum lýðræðislegum grundvelli, frjálsu og fastmótuðu samstarfi presta og leik- manna um hin helztu vandamál þjóðkirkjunnar. Enn er skammt liðið á ævi Kirkjuþingsins íslenzka, en sú reynsla, sem fengin er, bendir ótvírætt í þá átt, að hér hafi verið stigið mikið framfaraspor. Næst er komið að lögunum um embættiskostnað presta. Þar var bætt úr gömlum misrétti og vanrækslu, sem erfitt var við að búa, þegar vélarnar urðu ráðandi í framleiðslumálum sveit- anna. Fyrr á tímum voru prestar að jafnaði meiri háttar at- vinnurekendur, oft einna bezt efnum búnir af ábúendum í sveitinni. Þá mátti segja, að prestar hefðu góðar heimatekjur til að standast gjöld við embættisferðir í prestakallinu. En þegar þessi lög voru sett, var stórbúskapur presta orðinn að söguríku ævintýri. Ungir prestar og lítt launaðir höfðu rétt á bújörðum, sem þeir höfðu hvorki efni eða starfsfólk til að nota. Er skemmst frá því að segja, að í hinni miklu dýrtíðarbylgju eftir 1930 urðu lögin um embættiskostnað presta til mikilla úr- bóta fyrir fjölmarga af prestum landsins. Þá voru 500—700 króna aukatekjur taldar nokkurs virði í venjulegu sveitaheim- ili. Reyndin varð sú á árunum eftir að lögin um embættiskostn- að presta voru sett, að fjölmargir prestar viðurkenndu, að þessi litli tekjuauki hefði orðið þeim að stórmiklu liði. Nú er komið að stærsta liðnum í kjarabótalöggjöf prest- anna, embættisbústöðunum. Hefur sú lagabreyting orðið til þess að gjörbreyta til bóta öllum heimilishag prestastéttar- innar íslenzku, bæði i sveitum og kaupstöðum. Fram að þeim tima þegar þessi löggjöf var sett, bar prestum í sveitum að reisa og halda við prestssetrum sínum á eigin kostnað. Ef prest- urinn varð að taka lán, var það algjörlega á hans kostnað, og hann greiddi af því vexti og afborganir meðan hann gegndi brauðinu. Ekki var þessi fórn virt við prest, sem endurbyggði prestssetrið á eigin ábyrgð, þegar hann hvarf þaðan að öðru brauði. Nú er komið nýtt viðhorf í byggingarmálum landsins. Meðan kirkjumálanefndin sat á rökstólum, var stjórnin og Al- þingi að undirbúa og ganga frá lögum um byggingar og land- námssjóð og lögum um verkamannabústaði. Samábyrgð þjóð- félagsins var orðin viðurkennd undirstaða í húsnæðismálunum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.