Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 38
84
KIRKJURITIÐ
presturinn vikulega og talar við gamla fólkið. Það safnast sam-
an í borðstofunni og hlýðir á prestinn. í þetta sinn var auð-
vitað sérstök frásögn frá íslandi, og var slíkt vel þegið. Ann-
ars eru menn næsta vanir heimsóknum útlendinga í Lárbro,
því að presturinn á vini úti um allan heim, síðan hann starf-
aði á vegum Alkirkjuráðsins. Nýverið hafði Indverji verið í
heimsókn ,einnig svartur Meþódistaprestur frá Jamaica o. fl.
Þegar við höfðum rabbað góða stund við gamla fólkið yfir
kaffibollum, litum við inn til þeirra, sem voru rúmliggjandi.
Ég minnist sérstaklega vitjunar hjá níræðum öldungi, sem var
með allan hugann við himininn og talaði oft um það, hve mikil
hamingja honum hefði hlotnazt meðal guðsbarna á jörðinni.
Nú var hann reiðubúinn að ganga inn til dýrðar guðsbarna á
himnum. Þetta var í alla staði fyrirmyndar elliheimili, allt svo
vel málað og allt í röð og reglu úti og inni. Það var sama, hvar
komið var í landi Svíanna. Allt virtist vera fullgert, ekkert,
sem á vantaði. Sérstaklega tók ég eftir því, hvað umhverfi skóla
og ýmissa annarra stofnana var snyrtilegt, og hvar sem stigið
var út úr flugvél, þá blasti sama reglusemin og snyrtimennsk-
an við. Utan flugbrautanna voru grænar sléttur, blómabeð og
sitthvað til skrauts. Það hafði strax góð áhrif á komumenn.
Fagurt landslag, tilkomumikil mannvirki og skrautlegir garðar
getur allt verið eftirminnilegt í huga ferðalangsins, en eftir-
minnilegast af öllu hlýtur þó að vera snertingin við fólkið, sem
landið byggir. Ég átti kost á að sjá svo mörg andlit í svipsýn,
er ég tók þátt í fundi, sem kvenfélag kirkjunnar efndi til í
Lárbro. Þar voru mörg börn, falleg og kurteis, sem hneigðu sig
djúpt fyrir ókunna manninum. Flest börnin, sem sóttu sunnu-
dagaskólann þennan dag, komu með lítinn pakka með sér, vaf-
inn innan í jólapappír. Þetta voru gjafir handa flóttamanna-
börnunum og voru þær óme.rktar að öðru leyti en því, að aldur
þeirra barna, sem pakkana áttu að fá, var tilgreindur á hverj-
um pakka fyrir sig. Börnin báru nú fram allar þessar jólagjaf-
ir og lögðu þær við altarið í Ólafskapellunni, en þar var sunnu-
dagaskólinn h»ldinn. Þetta var framlag þeirra til flóttamanna-
hjálparinnar. Börnin hurfu flest úr kirkjunni, þegar hámessan
skyldi hefjast kl. 11 f. h. Leikmaður hafði stjórnað sunnudaga-
skólanum í Lárbro, en presturinn verið með sunnudagaskólann
á útkirkjunni á sama tíma. Þegar hann kom, gengum við sam-