Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 9
KIRKJURITIÐ 55 Steinn vizkunnar. „Þess vegna er ástæða til að nema öðru hverju staðar í hams- lausu kapphlaupi mannlífsins eftir leikföngum efnisgæðanna, sem að vísu eru mörg glæsileg og góð í sjálfu sér, ef vér sæjum um leið annað, sem er enn nauðsynlegra. Oss væri þörf að hlusta á hina innri rödd, sem stöðugt hvíslar: Hvert ferð þú? Eltir þú einungis hverful gæði þessarar veraldar, hluti, sem týnast út í veður og vind, stundum hégómann einan, sem engan gerir sælli eða betri, en verður að ösku milli fingranna um leið og við honum er snert? Eða leitar þú að steini vizkunnar, þeim fjársjóði, sem hvorki grandar mölur né ryð, Guði sjálf- um? Þegar ég gekk úr út kirkjunni, varpaði hnígandi sól hlýj- um geislum yfir húsin í borginni, hvolfþök og turna. Fegurðin yfirbugaði mig. Sál mín fylltist nýjum og ókunnum friði. Því að á þessu augnabliki fann ég, að þrátt fyrir allt er von fyrir mannkynið. Þrátt fyrir grimmd mannanna, yfirborðshátt þeirra, skammsýni og sjálfselsku, þrátt fyrir baráttu og sundr- ung er framtíðin ekki vonlaus. Hinn rétti vegur er alltaf opinn og bíður eftir oss, aðeins ef vér komum auga á hann og viljum fara hann.“ Hvar er hamingjuleiðin? Ég hef nú í þessari nýárshugleiðingu rakið meginmálið úr ritgerð eins vinsælasta sagnaskálds Breta, þar sem hann gerir upp við sjálfan sig, staddur á vegamótum þar sem trú og skoð- anir nútíma kynslóðarinnar skiptast, hver sé hamingjuleiðin. Þessi rithöfundur gerir sér grein fyrir viðfangsefninu með svo mikilli alvöru og rökum, að ég hef þar litlu við að bæta. En þetta er þó ástæða til að leggja áherzlu á: Slík reiknings- skil í lífsskoðunum eru oss nauðsynleg, ef vér eigum ekki af tilviljun einni saman að villast út á þann veg, sem vér ef til vill um seinan sjáum, að var óheillaleið, er flytur oss burt frá öllu því, sem er gott, fagurt og eftirsóknarvert. Aldrei er meiri ástæða en við áramót að spyrja sjálfan sig þessarar purningar: Hvert ferð þú? Er það hamingjuvegur, sem þú hefur valið, gerir hann þig raunverulega sælli og betri, eða er hann ein af þessum skeiðbrautum, þar sem kapphlaupið

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.