Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 19
Þjóðkirkjan og ríkið.
Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup er orðheppinn maður. Eru
á vörum almennings mörg glettin tilsvör eignuð honum. Flest
em spakmæli þessi vafalaust rétt feðruð, en almannarómur
eignar fyndnum mönnum fleiri snilliyrði heldur en þeir hafa
sagt. Ein af gamansömum sögum, sem séra Bjarna er eignuð,
er á þessa leið:
Eitt sinn hafði íslendingur orðið kirkjumálaráðherra án þess
að hafa sýnilega búið sig undir þann vanda með sérstökum
lærdómi. Dag einn mætir þessi ráðherra séra Bjarna á götu og
spyr, hvort það sé rétt, að hann sé hættur að biðja fyrir stjórn-
inni við messu í Dómkirkjunni. „Þetta getur ekki verið rétt,“
segir vígslubiskup, „því að það er miklu meiri þörf að biðja
fyrir stjórninni, ef hún er mjög ófullkomin, heldur en fyrir
miög góðri stjórn.“
Þegar ég var kirkjumálaráðherra fyrir nokkrum áratugum
var ég einn af þeim mönnum, sem ekki hafði mikinn undir-
búning til að gegna því vandasama starfi. Samt fannst mér
ekki við unandi að sýna ekki málum þjóðkirkjunnar öllu meiri
umhyggju heldur en Alþingi og landsstjórnin höfðu gert á
undanförnum árum. Til að geta hrundið í framkvæmd nokkr-
um umbótum, setti ég sérstaka kirkjumálanefnd til að undir-
búa frumvörp, þar sem mætt var nokkru af réttmætum ósk-
um þjóðkirkjunnar. Nefndarmenn voru fimm: Séra Jón Guðna-
son, Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. Runólfur Björnsson
bóndi á Kornsá, séra Sveinbjörn Högnason og séra Þorsteinn
Briem. Val nefndarmanna var miðað við, að þar ættu sæti
nokkrir af höfuðklerkum þjóðkirkjunnar og tveir mjög greind-
ir og vel menntir leikmenn. Séra Þorsteinn Briem var formað-
ur nefndarinnar. Hann var þá fyrir margra hluta sakir talinn
einhver fremsti maður í fylkingu þjóðkirkjuprestanna.
Kirkjumálanefndin tók brátt til starfa og vann mikið verk
°g gott á nokkrum mánuðum árin 1929—30. Nefndarmenn
5