Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 46
92 KIRIÍJURITIÐ lágfleyga anda til að lyfta honum upp — upp yfir síngirni og dægurþras —■ upp að hásæti guðdómsins bjarta. Það blandast víst engum hugur um þá miklu þýðingu, sem kirkjurnar hafa og hafa haft fyrir þessa þjóð. Það er lífsnauð- syn fyrir hvern mann og hverja þjóð að eiga sér eitthvað, sem heilagt er og hátignarfullt. Eins og skáldið kvað: ,,Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa.“ Ég vil endurtaka hér það, sem ég sagði, er við kvöddum hina gömlu kirkju. Á tímum þrenginga, bæði harðinda og sjúkdóma, voru kirkj- urnar sá arinn, er þjóðin sótti yl og styrk til. Á slíkum timum, þegar menn standa máttvana fyrir hinum eyðandi öflum tilver- unnar, grípur mannsandinn eftir öflum fyrir utan hann — þekktum eða óþekktum, á svipaðan hátt og hinn heiðni vík- ingur, Þorkell máni. Er hann fann vald dauðans yfir sér, sagði hann eftir að hafa verið borinn út í sólskinið: Enginn meini mér. — Það er þessi trú, sem hér kemur fram, sem er hin rétta, hvað sem hún heitir. Við erum hér saman komin í dag til að vígja þetta hús guði — hér eftir skal það vera guðshús — það er gott verk. — En hversu miklu betra verk og guði þóknanlegra hlýtur það að vera að við vígjum okkur sjálf honum — vígjum okkur og okk- ar verk alheimsmeistaranum — vinnum verk okkar í hans anda, hvort sem við erum í vígðu húsi eða óvígðu, úti eða inni. Vinnum einhuga heit að því að þroska okkur sjálf í bróður- legu samstarfi til ævinlegra heilla fyrir sjálf okkur, land og þjóð, og guð mun blessa hin hljóðu heit, sem heill vors lands eru unnin, hvert líf sem græddi einn lítinn reit og lagði einn stein í grunninn — í grunninn á guðsríkis góðu byggingu hér mitt á meðal vor. Ólufur Sigurösson á Hellulandi. Skólalærdóm fékk ég engan — eins og þá var tíðast um unglinga. En upplýsingu fékk ég í kristnum fræðum að því leyti, sem þá tiðk- aðist — og varð sú upplýsing áreiðanlega hjálparhella mín á hinum örðuga lífsferli mínum. — Tryggvi Jónsson frd Húsafelli.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.