Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 48
94
KIRKJURITIÐ
Skyggna konan. Frásagnir um dulsýnir og lœkningar Mar-
grétar frá Ötinafelli. Safnað hefur og skráð Eiríkur Sigurðsson
skólastjóri. — Bókaútgáfan Fróði.
Þetta var metsölubók fyrir jólin. Það sannar það, sem ég vék
að hér á undan, að miklu fleiri láta sér títt um dulræn fyrir-
brigði og girnast að vita skil á þeim en ætla mætti af hvers-
dagslegu tali manna um andleg mál. Að vonum þyrstir marg-
an eftir að komast að því með vissu, hvort andlegar lækningar
eigi sér stað og hvert sé helzt að leita í þeim efnum. Mein
manna eru svo mörg og almenn. Þess vegna varð Margrét í
Öxnaíelli skyndilega þjóðfræg á unga aldri, að margir vottuðu,
að þeir hefðu fengið ýmislega meinabót fyrir tilstuðlan eða
meðalgöngu hennar.
Alkunnugt er, að kristin kirkja hefur alltaf haldið fram
staðreynd andlegra lækninga allt frá dögum frelsarans og post-
ulanna. Og sérstaklega kaþólska kirkjan, sem fullyrðir, að ótal
dýrðarmenn hafi læknað sjúka fyrr og síðar, og að á sumum
stöðum eins og í Lourdes gerist kraftaverk árlega. Verður því
að fagna útgáfu þessarar bókar og vænta þess, að hún verði
hvatning til einlægra og ítarlegra rannsókna á andlegum lækn-
ingum hérlendis. Vísast annars frekar um þessi efni til greinar
séra Benjamíns Kristjánssonar um huglækningar, sem birt mun
í næsta hefti.
Bókin gæti verið betur gerð. Hún er nokkuð losaralega sam-
ansett. Efnið hefði átt að flokkast betur, þjappa sumu meira
saman, afla helzt enn víðtækari gagna o. fl. En hvað um það
— mest er um það vert, að margir telja sig standa í óbætan-
legri þakkarskuld við þá konu, sem hér segir frá og bókin ætti
fyrst og fremst að auka trúna á æðri mátt, sem getur hjálpað,
þegar þekking og snilli læknanna stendur ráðþrota. Hitt er f jar-
stæða, sem ekki þarf að eyða orðum að, að huglækningar eigi
á nokkurn hátt að rýra álit almennra lækna né draga úr því
að menn leiti þeirra. Það bryti jafnt í bág við skynsemina
sem trúna.
G.Á.