Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 5

Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 5
KIRKJURITIÐ 339 sem að þeim áhrifum unnu fyrrum, yrðu fyrir þungu lasti framan af þessari öld, bæði frá kirkjuleiðtogum vorum og sérstefnum Únitara, spíritista og raunar fleirum. Einangrunin gamla — og illa — er óðum að hverfa, og vonandi verður safnaðarstarf vor Islendinga að trúmálum og líknarmálum orðið allt annað en nú, löngu fyrir næstu alda- mót. Ference Molnar: ÁFÖLL „Vinnan er bezta deyfilyfið!" — Maurice Molnar. Það eru nú rétt fimmtán ár frá því, að faðir minn mælti þessi orð við mig, sem síðan liafa lialdið mér uppi. Hann var læknir. Ég hafði nýhafið laganám við háskólann í Búdapest og féll á prófi. Mér fannst ég ekki geta lifað slíka smán, en leitaði undankomu og huggunar hjá þeim vini, sem nákomn- astur er mistökunum og alltaf við liendina: víninu. Faðir minn kom þá að mér óvörum. Læknisaugu lians upp- götvuðu hæði erfiðleikana og flöskuna á augabragði. Ég skrift- aði fyrir lionum, livers vegna ég þyrði ekki að liorfast í augu við raunveruleikann. Gamli maðurinn gaf mér læknisráð á stundinni. Hann út- skýrði fyrir mér, að hvorki vín eða svefntöflur — né neitt deyfi- lyf, eru nokkur undankomuleið. Til er betra og öruggara með- al en öll deyfilyf, og raunar það eina, sem dugir, ef í nauðir rekur: vinnan! Faðir minn hafði sannarlega á réttu að standa. Vel má vera :ið þér finnist erfitt að venjast vinnunni. En þér tekst það fyrr eða síðar. Og hún á að vissu leyti sammerkt við deyfilyfin. Hún verður að ávana, sem fellir mann í fjötra. Ég lief ekki getað án hennar lifað í fimmtíu ár.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.