Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 18
KIRKJURITIÐ
352
kenning sé í miklu ólagi í Evrópu, lieldur livað vér lifum
ókristilegu lífi. Berum kristnina lítið með oss, livað sem vér
kuiinum að segja um trú vora.
Boðun orðsins er bráð nauðsyn — skilyrðislaus skylda krist-
inna manna. En kristið líferni er enn áhrifaríkara kristniboð.
þannig var um sjálfan meistarann. Hann vann og vimíur enn
meira með því, liver hann var og hvernig hann lifði en hvað
hann sagði. Raunar fór það saman hjá lionum. Eg á við, að
meira að segja í lians lífi voru það liinar áþreifanlegu stað-
reyndir, sem skiptu mestum sköpum.
Þegar hann sagði: Ég lifi og þér munuð lifa, vakti það vonir
í brjóstum lærisveinanna. En sjálf upprisan sannfærði þá.
Kirkjuna vantar í dag, eins og um allar aldir, enn fleiri og
enn betri kristna menn. Það er það, sem hana skortir mest á
Islandi sem annars staðar. Á því sviði er höfuðveikleiki vor
flestra.
Þessi skilningur liefur farið ískyggilega dvínandi. Sönnun
þess er minnkandi áherzla lieimilanna á kristilegt uppeldi
barnanna og sú lítilsvirðing, sem kristindóminum er sýnd í
sjálfu fræðslukerfinu.
Ef kristið lmgarfar er betra en nokkurt annað liugarfar —
og það er það að minni trú — þá verðum vér að leggja ineiri
rækt við kristilegt uppeldi. Menn fæðast ekkert frekar kristnir
en heiðingjar. Hvort tveggja skapast og þróast. Hver kynslóð
á þar sinn hlut að máli og her sína ábyrgð á lierðum. . . . Vér
í dag.
Örlitlar atliugasemdir
Eitt blaðanna licrindi 14. J>. m. að hin tigna og ágæta frú Ben-Gurion
liafi frammi fyrir róðukrossi á Þjóðminjasafninu sagt: „Þeíta liefur aldrei
gerzt. Vitið ]>ér að þetta hefur aldrei gerzt“. Jafnframt játaði hún, að
Kristur væri „einn mesti inaður, sem lifað hefði“.
Vafalaust er þetta rétt frá skýrt. En fróðlegt liefði verið að vita, hvernig
frúin gerði grein fyrir upptökum kristindómsins og hver hún teldi að væri
frumorsök þess, að kristnir menn sögðu skilið við Gyðingdóminu — hafi
Kristur aldrei verið krossfestur — livað þá risið upp.
Líka ofurlítið skrýtið að blöð og útvarp kváðu svo á — skýringarlaust
— að hinn mikli þjóðleiðtogi Ben-Gurion hefði gefið Háskóla íslaiuls for-
láta Biblíu. Víst var um dýra gjöf að ræða, en þó aðeins hebreska biblíu
þ. e. Gamla-testamentið, Og vanta'iH því nokkuS á liiblíuna.