Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 19
Pétur SigurSsson:
„Lýst eftir eldhuga“
CJVO heitir ritstjórnargrein í Kirkjuritinu, 6. liefti 1962. Stutt
^ en markverð grein og endar á þessum orðum: „Sendið
greinar — sem brenna“.
Um fertug mundi mér hafa þótt gaman að fá slíka áskorun.
En til þess að vera ekki verri en hinir og hegða mér eins og
ætlast er til af Islendingi, hef ég leitast nokkuð við að fela
á síðari áratugunum þann eld, sem mér brann á vissu skeiði
ævinnar. Ég segi þetta ekki kinnroðalaust.
Er eldlegur áliugi sjaldgæfur? Og livers vegna? Á öllum
öldum liafa þó verið uppi menn, sem flutt liafa mál, sem
hefur ,,brennt.“ Hvað kveikti eldinn liið innra?
Eitt sinn kvinkaði í sál manns, sem liét Stefán. Hann
flutti ræðu, sem brenndi. Hvað sagði liann? Meðal annars
þetta:
„Þér liarðsvíraðir og óumskornir í lijörtum og eyrum, þér
standið ávallt gegn heilögum anda, þér eins og feður yðar.
Hver var sá af spámönnunum, sem feður yðar ofsóttu eigi?
Og þá drápu þeir, er fyrirfram boðuðu kornu hins réttláta,
cn lians framseljendur og banamenn hafið þér nú orðið.“
Þetta brenndi svo, að liinir ásökuðu fylltust bræði og „gnístu
tönnum gegn honum.“ „Og þeir hröktu liann út úr borginni
°g grýttu hann.“ Þessu fylgdi svo mikil ofsókn á hendur
sófnuði Krists, en hinir tvístruðu fóru víðs vegar og hoðuðu
fagnaðarerindi, og ekki leið á löngu unz kviknað var í róm-
verska lieimsveldinu. Ríkið, sem í draumi Nebúkadnezar, er
táknmyndað með herzlu járnsins, tók að bráðna í hitanum.
Ofsóknartímabilin geisuðu hvert af öðru. Píslarvottabálin voru
kynt og villidýrunum sleppt lausum á liina kristnu fanga.
23