Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 21
KIRKJURITIÐ 355 kölkuðum gröfum, sem að utan líta fagurlega út, en eru að innan fullar dauðra manna beinum og hvers konar óhrein- indum ... Yei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar! Þér bygg- ið upp legstaði spámannanna og skreytið leiði hinna réttlátu og segið: Ef vér hefðum lifað á dögum feðra vorra, hefðum vér eigi verið samlagsmenn þeirra um blóð spámannanna. Þannig berið þér sjálfum yður vitni, að þér séuð synir þeirra, er drápu spámennina. Fyllið þá mæli feðra yðar. Þér, högg- ormar, þér nöðruafkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm lielvítis?“ Hvernig myndi okkur hafa geðjast slík ræða? Hún brermdi, og krossfestingin kom fljótt á eftir. Sagt er að Jeremía hafi verið sagaður sundur lifandi. Hann hefur þótt óþolandi, orð hans brenndu: „Sjá, þér reiðið yður á lygaræður, sem ekki eru til nokkurs gagns. Er ekki svo: stela, myrða, drýgja hór, sverja meinsæri, færa Baal reykelsisfórnir og elta aðra guði, er þér ekki þekk- ið. . . . Reiðið yður ekki á lygatal, er menn segja: Þetta er musteri drottins, musteri drottins, musteri drotins. . . . og síð- an komið þér og gangið fram fyrir mig í þessu húsi, sem kennt er við nafn mitt, og segið: Oss er borgið, til þess síðan af nýju að fremja allar þessar svívirðingar.“ Á öðrum stað segir svo sami spámaður: „Óttalegt og hrylli- legt er það, sem við ber í landinn. Spámennimir kenna lygar og prestarnir drottna eftir tilsögn þeirra og þjóð minni þykir fara vel á því.“ Hér er vikið að leiðtogunum. Þeir eru hér nefndir aðeins spámenn og prestar, en á hvaða öld liafa leið- togarnir haft hreinar liendur? Þjóna þeir aðeins réttlætinu á vorum dögum, eða eru þeir meira og minna eins og „refir í rústabrotum,“ eins og spámaðurinn kemst að orði, smjúga út og inn um alls konar holur í pólitísku hrófatyldri nútíðar- innar? — Og svo lirópar spámaðurinn: „Ó, land, land, land, heyr orð drottins!“ Voru þeir tregir þá eins og nú, tregir til að heyra orð drottins? Hitinn í sál þessara „eldhuga“ brauzt ekki alltaf út aðeins i loglieitum ávítunum og þungum dómsorðum. Nei, lijörtu þessara manna bmnnu af ást til þjóðar sinnar. Þeir vildu

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.