Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 25

Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 25
KIRKJURITIÐ 359 Lengi hefur sú þrá búið með Páli, að honum mætti auðnast að kama til strandarinnar fyrir handan hafið með fagnaðar- boðskapinn um Jesúm Krist. En við þessa vitrun verður þráin enn sterkari og áliuginn óstöðvandi. Snemma um morguninn kallar Páll saman samstarfsmenn sína og segir þeim frá vitruninni. Þeim virðist sama og honum, að rödd þessi hafi verið liróp um hjálp, en að haki þessarar hjálparbeiðni standi ráðsályktun Guðs. Áliugi þeirra er efldur og hvatning frá Páli styrkir enn þann áhuga. Þegar í stað er farið að grennslast eftir því, hvort ekki muni vera hægt að fá far með einhverju skipi yfir hafið. Bæði Páll og samstarfs- nienn hans liefja þegar í stað fyrirspurnir um það, hvort ekki muni verða þaðan einhver skipsferð yfir liafið á næstunni. Jú, þeir komast að því, að skip nokkurt, sem liggur í liöfn- inni, er í þann veginn að sigla yfir til Neapólis. Páll er fljót- ur að ferðbúast og tekur með sér allmarga af samstarfsmönn- um sínum, því að nú skal til skarar skríða þarna fyrir liand- an hafið. Þegar skammt er liðið dagsins, er lagt úr liöfn. Suðlægur vindur þenur seglin. Farið er fyrir mynni Dardanellasunds, austur með eynni Imbros og norður fyrir liana. Ferðin gengur svo vel, að komið er til eyjarinnar Samótrake um kvöldið. Þar er lagzt við akkeri og legið yfir nóttina. En snemma næsta niorgun er lagt af stað aftur. Þá er stefnan tekin norður fyrir eyjuna Thasos. Yindur er enn suðlægur og því hlásandi byr. Seglin eru þanin og liáreist skipið tekur einnig vindinn á sig og spyrnir hann því áfram. Páll er ekki vanur slíku með- læti á ferðum sínum. Hann er því kátui og leikur á als oddi. Hann talar um alvörumál kristinnar trúar við þá skipsmenn, sem hann nær til. Þegar ferðin hefur aðeins staðið tvo daga, er komið til borg- arinnar Neapólis við Strymonfljót. Þetta er liafnarborg Filippí. Páll og félagar hans eru ekki í neinum vafa um það, livers vegna þeir liafa hlotið slíkan hraðbyr. Hér er æðri máttur að verki, sem livetur för þeirra og greiðir leið þeirra. Án nokkurrar verulegrar viðstöðu í Neapólis er ferðinni haldið áfrarn og komið til Filippí eftir nokkurra klukkustunda ferð. Filippí var sögufrægasta borg eins af fjórðungum Make-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.