Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 28

Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 28
Spurningar og svör Getur þjóðkirkja íslands hafnað spíritisma og guðspeki? GuSjón F. DavíSsson Fremstuhúsum í DýrafirSi. Já. Eins og aðrar lútherskar kirkjur á Norðurlöndum. Jóhann Hannesson prófessor. Svarið lilýtur að velta á því, livort spiritismi og guðspeki veita boðskap og starfi kirkjunnar jákvæðan stuðning eða ekki, en sá boðskapur er byggður á opinberun Biblíunnar urn vilja Guðs í Kristi. Guðspekin hefur jákvætt gildi að því leyti, sem hún hvetur guðspekinema til frjálsrar rannsóknar á kenning- um trúarbragðanna og dulspekilegri reynzlu. Þessa nauðsyn viðurkennir kirkjan með því að halda uppi vísindalegri fræðslu í trúarbragðasögu og samanburðarguðfræði. Spiritism- inn hefur á hinn bóginn jákvætt gildi að því leyti, sem hann rökstyður kenningu kirkjunnar um ódauðleik mannssálarinn- ar og annað líf. Hvort tveggja lireyfingin styður kirkjuna í baráttu hennar gegn efnishyggjunni. Höfuð-skilyrði er þó, að bæði spiritismi og guðspeki fylgi þeirri sjálfsögðu reglu, að grundvalla niðurstöður á lieiðarlegri gagnrýni og vísindalegri hugsun. — Nú hefur það hins vegar komið fyrir í ýmsum lönd- um, að þessar lireyfingar liafa fengið svip af sértrúarflokkum. Vér vitum þess dæmi, að hvers konar fáránlegar hugmyndir liafa verið boðaðar í nafni þessarra hreyfinga. öllu slíku hlýt- ur kirkjan að hafna. Allstór hópur manna liendir allt gagn- rýnislaust á lofti, sem boðað er af miðlum, og flytur það sem óyggjandi sannleika. Slíkt er þessum hreyfingum til stór-skaða, og gefur lieldur ekki rétta mynd af því, sem forystumenn þeirra hafa viljað veita heiminum. Má auðvitað ekki dænia neina hreyfingu eftir slíku, fremur en meta má kirkjuna eftir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.