Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 30
Thomas Krag:
þegar séra Jón gamli Drangur
kvaddi söfnuðinn
Haustið, sem súra vætan lá lengst af í loftinu, eins og niarga
rekur minni til, fór Jón Drangur að finna til lasleika. Tveim
árum síðar varð liann að kveðja bændafólkið.
Síðasta sunnudaginn komu sumir strax snemma um morg-
uninn og voru hrærðir og sorgbitnir. Margir liéldu sig úti á
túni og vildu ekki koma inn og þiggja neinar góðgerðir. Og
leiguliðarnir, Mikael frá Merki og Óli í Flá, drösluðu með sér
spikfeitum sauð.
„Fyrsta árið þitt hérna“, sögðu þeir, „snuðuðum við þig
berfilega á bygginu, sem við áttum að greiða upp í afgjald-
ið. . . . En það var áður en við kynntumst þér . . . og þess vegna
verður þú nú að fyrirgefa okkur . . . og þiggja þennan sauð.
Við viljum ekki liafa það á samvizkunni að liafa svikið þigi
því að þú átt engan þinn líka“.
Séra Drangur sat í stólnum sínum úti á varinhellunni og
beilsaði öllum, sem komu, með liandabandi. Enn sem fyrr
skein góðmennskan úr augum lians, en annars var varla sjón
að sjá hann. Fötin béngu utan á lionum. Og þegar liann reis á
fætur til að ganga í kirkjuna til að messa, átti hann bágt með
að komast nokkuð úr sporunum. En þegar kom upp í stólinn
sást það á öllu og öllum að þetta var í síðasta skiptið, sein
hann stóð þar.
Það var svo hljótt í kirkjunni, algjör dauðaþögn, þótt kirkj-
an væri troðfull. Aftast í krókbekknum sátu nokkur gömttl
skör, sem liöfðu orðið svo síðbúin, af því að þau liöfðu aldrei
ætlað að geta dregist alla leið. Nii sátu þessir vesalingar og
störðu fram fyrir sig á ljósin á altarinu og prestinn. Að vísu
gátu þau ekki greint neitt greinilega, en störðu þó óaflátan-