Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 32
KIRKJURITIÐ 366 ur, þar sem eldarnir eru kveiktir á J ónsmessunótt. . . . Og Marteinshaugur. Þar sat ég löngum á sumarkvöldum, meðan ég enn var fær um að ganga svo langt. . . . Já, vertu sæll birki- skógur! Vertu sæll Blátindur! Og Marteinshaugur, vertu líka hlessaður. . . . En nú verð ég í einu orði að þakka einu og öllu og öllum fyrir mig, og svo skulum við fara með FaSir voriS að endingu. . . . Ég get nú ekki meira, því ég get ekki komið orð- um að því, livað þetta hefur reynt á mig. . . . Ég sé ykkur vonandi einu sinni enn, áður en ég fer“. „Já, faðir, við sjáumst aftur“. Svo bað hann Faðir vorið og allir stóðu upp á meðan. Margir tóku undir það, en þó í liljóði. Langt fram á dag var þröng af fólki á prestssetrinu. Og tárin runnu og kveinstafirnir liljómuðu, þótt ekki stæði á sætu kaffi og tvíbökum lianda konunum og kaffi og tóbaki handa karlmönnunum. En undir kvöldið, þegar presturinn stóð í bátnum, sem átti að flytja liann burtu, liélt liann annari hendinni í hæruskotið skeggið og varir hans titruðu. Með hinni liendinni veifaði liann barðastóra liattinum sínum mót öllum þeim, sem stóðu í landi- Og köllin gengu. „Sæll, faðir! Blessaður, faðir“. Loks kallaði gamall maður og dró seiminn: „Staltu ekki svona lengi berliöfðaður, faðir. Þér getur versn- að af því“. (G. Á. þýddi). Áþjánin getur jafnvel niðurlægt menn svo, að þeir fari að elska hana. ■— Vauvenargues. Vér mundum ekki vera jafn fíknir í að njóta virðingar annarra, ef ver værum öruggir um að verðskulda hana. — Vauvenargues.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.