Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 37
KIRKJURITIÐ
371
prestunum ómetanlega aðstoð og verðið mikils virði fyrir safn-
aðarlífið í lieild sinni svo og fyrir þá einstaklinga, sem þar
starfa og uppbyggjast.
6. Mikils virði væri, ef prestar hefðu samband innbyrðis
viðvíkjandi þeim, sem flytja úr prestaköllum þeirra í önnur,
hvort sem um varanlega dvöl eða skamnia er að ræða. Mundu
þeir þá hafa samband við t. d. unga fólkið, sem nýkomið er,
og hvetja það til þess að taka þátt í æskulýðsstarfinu á staðnum.
Eftir matarhlé talaði æskulýðsfulltrúinn um „Æskulýðsmál
Þjóðkirkjunnar“. Hann drap á það, að æskulýðsmál væru mála
vinsælust á meðal fjöldans í dag, enda ekki að undra, þar sem
þau snerta svo að segja hvern einasta uppkominn mann. Æsku-
lýðsmál kirkjunnar liefðu þó sérstöðu meðal annarra samtaka
fyrir æskufólk, þar sem þau ættu upptök sín og hvöt í Jesú
Kristi. Eða eins og Æskulýðsnefnd orðar það:
Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur það höfuðhlutverk. að
flytja æskunni boðskap Krists, að leiða liana til persónulegrar
trúar á Krist, að gefa lienni tækifæri til að tjá trú sína í mark-
vissri þjónustu í söfnuðinum. „Kirkjulegt æskulýðsstarf er ekki
það, að hópur ungmenna finnur upp á því að fara að liafa
reglulegar samverustundir e. t. v. undir handleiðslu prests
eða annars fullorðins, heldur liitt, að þetta unga fólk svarar
kalli Jesú Krists“, sagði ræðumaður. „æskulýðsstarfið má ekki
vera aðskilið frá safnaðarlífinu og guðsþjónustu safnaðarins,
heldur hluti þess og órjúfanlegur þáttur. Æskufólkið á ekki
að mynda sér „söfnuð“, heldur að vera sem grein hins lifandi
meiðs, sem er söfnuðurinn á liverjum stað“. Ræðumaður ræddi
um það, að í æskulýðsstarfi sínu væri kirkjan að fást við trú-
fræðslu og hlyti að hvetja unga fólkið til að taka afstöðu. Und-
irstaða fræðslunnar væri í Biblíunni og því bæri að benda
unga fólkinu á hana og lesa hana með því. Hann sagði, að verk-
efni æskulýðsstarfs kirkjunnar væri að taka við unga fólkinu,
helzt árið sem það gengur til prestsins, aðstoða það, leiðbeina
því og styrkja það svo með samfélaginu og fræðslunni eftir að
hin þýð ingarmikla ákvörðun hefur verið tekin. Aðstoðin sem
æskulýðsfélögin þyrftu helzt að fá væri: 1. Hjálpargögn, 2.
Leiðtogaþjálfun og 3. Persónuleg aðstoð. Til þess að veita þessa
þjónustu hefði Þjóðkirkjan komið þeirri skipan á málin, sem
við nú byggjum við, sem sé æskulýðsnefnd, æskulýðsfulltrúi