Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 38
KtRKJURITIÐ
372
og fjórðungsráðgjafar í æskulýðsmálum. Ræddi hann um nauð-
syn þess að standa skipulega að verki í þessum málum sem
öðrum, og að nauðsyn væri að hvetja sem flesta og örfa til að
leggja liönd á plóginn. Lauk hann máli sínu með því að benda
á ýmiss atriði, sem gætu orðið verkefni fjórðungsráðgjafanna
á hverjum stað.
Því næst var skipt niður í smærri liópa eftir landssvæðum
og rætt um þau mál, er sérstaklega gætu átt við þá staði, t. d.
fermingarmótin, sumarbúðir, héraðsskóla, samtök æskulýðs-
félaga innan prestakalla og milli fleiri prestakalla, heimsóknir
æskumanna o. fl.
Því næst komu allir lióparnir saman á ný og rætt var um
skipulagsmál starfsins. Að loknum frjálsum umræðum sleit
form. æskulýðsnefndar síðan mótinu og þakkaði ötult starf og
áhugasamt, sem hann kvaðst vona, að væri boðberi nýs dags
og nýrra og markvissra átaka á þessu sviði.
Kvöldinu var síðan varið í að hlýða á kynningu frú Laufey
Ólson á starfi djáknasystra, og auk þess voru sýndar kyrrmynd-
ir frá Vestmannsvatni. Séra Árni Sigurðsson annaðist síðan
helgistund.
Rætt var um það, að slík mót gætu orðið árlegur atburður,
og voru menn á einu máli um það, að að því bæri að stefna.
SKRÝTLUR
Gandolin, ítulskur útgefandi og ritstjóri dugblaðsins II Messaggero fékk
einu sinni næsta lélega grein frá einum vini sínum og flokksbróður. —
„Settu kommurnar þar sem við á, og dembdu þessu svo í blaðið“, skrifaði
hann. Gandolin svaraði honum: „Við gerðunt eins og þú baðst. En sendu
okkur bara kommurnar framvegis, svo skulum við skrifa greinarnar“.
Margir menn, sem töldu sig minna á Mark Tivain, sendu honum mynd af
sér. Hann greip því til þess ráðs að láta prenta eftirfarandi bréf í allstór-
um stíl:
„Kæri herra! Eg þakku yður inuilcga fyrir bréfið og inyndinu. Að inínu
áliti eruð þér enn líkari niér en allir liinir tvígenglar mínir. Eg get jafn-
vel sagt, að þér séuð enn líkari mér en ég sjálfur. Sannast sagna hefur mér
mér dottið í hug að nota myudina af yður til að raka inig við liana.
Með innilegu þakklæti. —S. Clemens.