Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 40

Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 40
KIRKJURITIÐ 374 stofuna, liann liefði allur verið haltur og skakkur og gengið við hækju. Hefði liann átt ákaflega örðugt með að komast upp stigann, því að hann gekk við hækju. Síðan, þegar upp á loftið kom, hefði liann sezt á koffort við rúm okkar lijóna og setið þar lengi, en þegar hann hefði staðið upp, hefði hann verið svo lengi að því og átt fjarska bágt með að komazt á fæturna. Það er í einu orði sagt, hún gaf svo nákvæmlega lýsingu af Þorkeli sáluga, að við liefðujn ekki getað lýst honum réttar, sem vorum honum nákunnug, enda þekktum við hann strax af þessari lýsingu. Seinni part þessa sama dags kom Hólmfríður í kynnisferð til Guðrúnar minnar, án þess að við ættum nokkra von á henni. Þær liöfðu ekki sézt síðan að við fórum frá Mánaskál, enda er langt á milli, þar sem XJlfagil er nær utast á Laxárdal, en Æsustaðir fremsti bær í Langadal. Að Halldóra gæti haft nokkra liugmynd um komu Hólmfríðar var allsendis ómögu- legt. Hún var nýlega flutt langt að, norðast úr annari sýslu og hafði hvorki heyrt né séð þau, Þorkel eða Hólmfríði. Það var þráfalt þegar ég fór eitthvað út af lieimilinu, livort sem ég var lengur eða skemur í burtu, að Halldóra sagði við konu mína, svo sem einum tíma áður en ég kom: „Nú kemur Sigurður“. Það stóð ætíð heima. Magnús Björnsson: Svarab í sumartunglib Þorkell Jónsson á tJlfagili var í vinfengi við Gísla bónda Jónsson á Neðri-Mýrum, granna sinn, og Sigurlaugu Benedikts- dóttur, konu hans. Hann fór til þeirra kynnisferðir á efri árum sínum og var einatt um kyrrt nokkra daga. Er hér var komið, gerðist liann hrumur og átti erfitt um ferðalög, gengin mjög út mjöðmin og reið í söðli, færi liann bæja milli. Nú er það vorið 1869, að Þorkell kemur að Neðri-Mýruni og er þar á sumardaginn fyrsta. Þá var bjart veður og fag- urt. Fyrir liáttatíma um kvöldið staulaðist Þorkell lit og fram í hlaðvarpann, stóð þar og horfði á tunglið. Ungur sonur Neðri- Mýra-hjóna, Lárus að nafni, kom iit í dyrnar og kallaði:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.