Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 41

Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 41
KIRKJURITIÐ 375 „Þú átt að koma inn, Þorkell, og fara aS liátta“. Þorkell gegndi því engu, stóð álútur og hugsi stundarkorn, sneri síðan til dyranna. Er liann kom til baðstofu, settist liann á rúmið, dæsti við og sagði: „Herra Guð, ég lifi ekki út þetta ár“. Hann var spurður af liverju hann drægi það. „Mér var svarað þannig í sumartunglið, að þetta er ekkert efamál“. Orðin, sem drengurinn mælti í bæjardyrunum, er Þorkell horfði á sumartunglið, voru að hans dómi eftir fornri þjóð- trú tvímælalaus feigðarspá. Leið svo fram að hausti að ekki Lar til tíðinda. Er leið að veturnóttum, veiktist Þorkell. Dró skjótt af honum og andaðist liann 16. október. Hann var jarð- aður 27. sama mánaðar. Þorkell var fæddur á Selá á Skaga 1804, og ólst þar upp nieð foreldrum sínum, Jóni Guðmundssyni og Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Það har til um vor, er Þorkell var barn að aldri, að hann hvarf að heiman og fannst ekki, livernig sem leitað var á líklegum stöðum sem ólíklegum. Foreldrarnir urðu hræðslu og harmi lostin og báðu lieitt til Guðs, að drengurinn ttiajtti finnast, lieill og lifandi. Sólarliring eftir að Þorkell livarf, bar svo til, að Jóliannes Jónsson bóndi á Breiðavaði í Langadal, var á leið norður á Skaga til viðarkaupa og fór þvert yfir Skagalieiði utarlega. Er liann nálgast nokkuð byggðina, þykist liann sjá eitthvað kvikt nokkuð úr vegi þar, er hann fór. Er liann aðgætti þetta belur þykist hann sjá að þetta er barn, en engin skepna, er brölti þarna á fjórum fót- ttm. Jóliannes fór þangað og hóf barnið, sem reyndist vera fjögurra ára drengur, á hnakknefið. Drengurinn gat gert Jó- hannesi skiljanlegt, hvaðan hann væri og liverra manna. — Reiddi Jóhannes hann heim að Selá og skilaði lionum í for- eldra liendur. Þau urðu allshugar feginn sem vonlegt var. Það þótti með ólíkindum live langt drengurinn var kominn að heiman. Fyrir að bjarga Þorkeli fékk Jón á Selá Jóliannesi vi3 á lest sína og tók ekki verð fyrir. Þorkell var manna liæstur vexti og vel á sig kominn ungur. Hann var kallaður Þorkell hái. Mjög var liann einkennilegur og gamaldags í siðum og hátterni, trúgjarn á gamlar bábiljur, en drengur góður og vinsæll.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.