Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 44
378 KIRKJURITIÐ Kennaratal, alla organista, sem starfað liafa lengur eð'a skemur í þeirra sóknum frá aldamótum og senda síöan til stjórnar Kirkjukórasambands ís- lands fyrir n. k. áramót“. c. Jónas Tómasson tónskáld flutti stutt ávarp. Lagði hann áherzlu á, að söngur í kirkjunni ætti að vera hæði einradda og fjórradda. Sagði hann frá reynslu sinni á Isafirði varðandi tilhreytingu um messusöng. Hafa ýnisir aðilar tekið að sér að leiða söng við messur, t. d. fermingar- hörn, kvennakór á staðnum, sjómenn við sjómannadagsmessu. Taldi hann þetta gcfa góða raun, vekja áhuga og tilbreytni. Var ávarp hans þakkað með lófataki. — d. Gjaldkeri samhandsins, séra Jón Þorvarðsson, óskaði eftir lieimild fnndarins til þess að hækka dagkaup kennara að hluta sam- handsins upp í kr. 150,00 á dag. — Samþykkt samhljóða. Fleira ekki tekiö fyrir. Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið. Páll H. Jónsson, ritari. Ný kirkja var vígð í Reykjahlíð við Mývatn 1. júlí. Gamla steinkirkj- an, sem niður var lögð, var reist 1876 og er ekki enn fullráðið hvað við hana verðnr gjört, en hún gat ekki lengur gegnt sínu hlutverki. Kirkjuvígslaan fór fram með miklum virðuleikahlæ. Viðstaddir voru sex prestar úr nágrannabyggðunum, þeir séra Sigurður Stefánsson, vígslubiskup, Möðruvöllum, séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur, Húsa- vík, séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Hálsi, séra Páll Þorleifsson, Skinnastað, séra Jón Bjarnason, Laufási, séra Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstað. Hófst athöfnin með því, að prestarnir, vígslubiskupinn, prófasturinn, sóknarpresturinn, séra Orn Friðriksson, og sóknarnefndin gengu í fylkingu í gömlu kirkjuna, en þar fór frarn stutt kveðjuathöfn. Að henni lokinni var gengið í nýju kirkjuna en prestar héldu á gripum gömlu kirkjunuar í þá nýju. Vígslubiskupinn, séra Sigurður Stefánsson, liélt vígslnræðuna, en sóknarpresturinn, séra Örn Friðriksson, prédikaði, og kirkjukórinn söng uiidir stjórn Jóns Stefánssonar, Vogum. Að lokinni athöfninni í kirkjunni liuðu konur í sókninui öllum við- stöddum til kaffidrykkju í Hótel Reynihlíð. Síðan var gengið aftur til lcirkjunnar, og þar var rakin hyggingarsaga liinnar nýju kirkju, auk þess sem getiö var þar gjafa, er horizt höfðu liinni nýju kirkju. Sigfús Hall- grímsson í Vogmn, sóknarnefndarfomiaður og fyrrverandi organisti kirkj- unnar, tók saman byggingarsöguna, er hér fer á eftir. Kirkjuna teiknaði Jóhannes hóndi Sigfinnsson, Grímsstöðum, og var honum falin umsjón með byggingu kirkjuhússins, undir yfirumsjón Jóns Stefánssonar, hyggingarmeistara á Öndólfsstöðum. Jóhannes málaði einn- ig kirkjuna að utan. Heimainenn unnu með Jóhannesi mikið að hygging- unni, ásamt nokkrum aðkomumönnum. Jóhannes setti einnig hvelfinguna í loft kirkjunnar og hefur unnið að ýmsu öðru innan liúss. Haraldur Björnsson niálarameistari, Húsavík og Jóhann Björnsson, hróðir lians, liafa málað alla kirkjuna innan. Kirkjubekkina liefur siníðað Jóliann Hall- grínisson, trésmíðameistari, Reykjavík. Jón Stefánsson, hygginganieistari, Öndólfsstöðum, hefnr séð um smíði á glugginn og hurðum. Ljósaliign kirkjunnar teiknaði Petrína Kristín Jakohsson, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.