Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 47

Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 47
KIRKJURITIÐ 381 Jón Lárusson, Gröf. Aður höfðu þau Halldóra og Lárus ásaint þeim hjón- um Kristbjörgu Rögnvaldsdóttur og Bárói Þorsteinssyni í Gröf gefið Graf- arneskirkju ríflega landspildu úr landi Grafar undir kirkjuna. Grafarnes er ungt þorp og vaxandi og virðist eiga mikla framtíð fyrir sér. Þar eru nú uin '100 iliúar, cn margt aðkomufólk er þar á vertíð. Mjólk- urstöð er í byggingu. Nýlega er lokið við vegagerð um Búlandshöfða, sem var helzti farartálminn á leiðinni til Ólafsvíkur, og hrú er koitiin á Hraunsfjörð, aðalfarartálmann á leiðinni til Stykkishólms. Með þessum aamgönguhótum er lokið aldaganialli einangrun Eyrarsveitar. Magnús GuSmundsson, Setbergi. Þrifiji aSalfundur Æskulýðssambands Hólastiptis var haldinn uni mán- aðamótin ág.—sept.. Hann samþykkti m. a. að vinna að endurreisn hisk- upsstóls á Hóluin. Stjórn sambandsins skipa séra Pétur Sigurgeirsson, for- niaður, séra Sigurður Guðmundsson og séra Arni Sigurðsson. Kristilegt ÆskulýSsmót í Húnaveri. — Sunnudaginn 22. júlí var haldið kristilegt æskulýðsmót í Húnaveri í Ævarsskarði. Voru þátttakendur fermingarbörn úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, ásamt sex prestum. Mótið liófst kl. 11 f.h. og var sett af séra Árna Sigurðssyni á Hofsósi. Kl. 2 var guðsþjónusta í Bólstaðarhlíðarkirkju; prédikun flutti séra Bjöni Björnsson prófastur á Hóluni, en fyrir altari þjónuðu sr. Gísli Kolheins Og sr. Jón Isfeld. Jón Tryggvason í Ártúni var organisti, en hann sá um allan söng á niótinu. Ávarp biskups flutti, úr kórdyrum, Hildur Bjarna- dóttir frá Sauðárkróki. Seinni liluta dagsins fór fram keppni og leikir á hinum ágæla íþróttavelli Húnavers við Svartá. Síðan var kvikmynda- sýning, voru þar sýndar liollar og gagnlegar myndir. Séra Pétur Ingjalds- son flutti fræðsluerindi um Húnaþing. Kvöldvaka var haldin undir stjórn Jóns Kr. ísfclds og þótti vel takast, og var ölluni til ánægju. Að síðustu flutti sr. Þórir Stepliensen hugleiðingu og hæn í Bólstaðar- hlíðarkirkju, en sr. Árni Sigurðsson sleit mótinu, og óskaði mönnum fararheilla. Veður var hið bezta allan daginn og hlýlegt í Ævarskarði þennan dag, þar sem segja má að mætist fjórir dalir Húnaþings. Allar veitingar á mótinu sá kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps um. Undir- húningsnefnd mótsins skipuðu: Sr. Árni Sigurðsson, Hofsósi, sr. Björn Björnsson prófastur, Hóluin og sr. Pétur Ingjaldsson, Höskuldsstöðum. Haraldur Ólajsson og Björg kona hans Iiafa að Ioknu námi lians á trú- boðsskóla í Noregi, verið ráðin til kristniboðsstarfa í Suður-Eþíópíu, af Norska lútherska kristniboðssambandinu. Fyrst fara þau þó til Lundúna til framhaldsnáms, fram að áramótum. Fidltrúi Gideonsfélagsins í Bandaríkjununi kom hingað í vor. En félag þetta gefur ölluni fullnaðarprófsbörnum N. T. Formaður félagsdeildarinn- ar á íslandi er Þorkell G. Sigurhjörnsson kaupmaður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.