Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 49
KIRKJURITIO 383 Prestar fá nú seni að'rir opinberir starfsmenn 11% launahækkun frá 1. júní s. 1. Tókust um þetta samningar milli ríkisstjórnarinnar og kjara- nefndar B.S.R.B. Er það fyrsti launasamningur, sem gerður hefur verið samkv. hinmn nýju lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. — Hækkuii þessi er iniðuð við þær liækkanir, sem ýmsar stéttir og starfs- liópar hafa fengið fyrr á þessu ári. Prestafélag SuSurlands hélt aðalfuud sinn í Múlakoti 9.—10. september. Messað var í nokkrum nágrannakirkjum áður en fundur var settur. Aðal- málin: Fermingarundirhúningurinn, (framsögumenn: séra Gunnar Árna- Son, séra Magnús Guðjónsson og prófessor Jóhann Hannesson) og: ís- lenzka kirkja sem lifandi starfsheild. (Framsögumaður séra Sveinn Ög- mundsson). I fundarlok sátu fundarmenn lcaffiboð prófastshjónanna á Breiðaból- stað. Síðan fór fram altarisganga í Stórólfshvolskirkju. Leiðrétting I frásögn af aðalfundi Prestafélags Islands stendur að nokkuð liafi verið »rætt um hugsanlegar greiðslur fyrir aukaverk presta“. Átti að sjálfsögðu uð vera: „um hugsanlegar breytingar á greiðslum fyrir aukaverk presta“. Trúboðskirkja í Afríku.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.