Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 50
ERLENDAR FRÉTIIR
Erkibiskup Svía hefur nýlega flutt ræðu uni sænsku kirkjuna og óskað
henni aukins sjálfstæðis. Kveður hann það von margra leikinanna og
presta, að losni uni höndin milli ríkis og kirkju. En sainstarf þessara að-
ilja þurfi að vera seni mest og hezt að sameiginlegum niáluni.
Kirkjubyggingar á Grœnlandi. — Ríkisstjórnin danska hefur nú ákveð-
ið að verja á næstu fiinin árum 2500000 krónunt til kirkjuhygginga á
Grænlandi. Eiga kirkjurnar að standa þar, sem framfarir þjóðarinnar eru
nicstar og fólkið flcst.
Lútherska heimssambandiö hefur ákveðið, að næsta þing verði, ef Guð
lofar, haldið í Helsingfors á næsta suniri. A það að hefjast 30. júlí með
guðsþjónustu í dómkirkju borgarinnar. Erkibiskupinn Honari Salomies
mun að forfallalausu prédika.
Theresa Neumann lézt 19. f. m. í Konnersruth í Bæheimi. Hún varð
heimsfræg árið 1927, þegar það harst út, að „sáraför Krists“ hefðu birzt
á henni á föstudaginn langa. Síðan gerðist það undur árlega og a. m. k.
á föstunni neytti hún aðeins einnar ohlátu og lítilsháttar vatns daglega.
Engin skýring hefur fengist á þessu undri, en talið hefur verið víst, að
ekki væru svik í tafli. Kaþólska kirkjan liefur ekki lýst því opinberlega,
að um kraftaverk iiafi verið að ræða, en húazt má við að nú verði gerð
gangskör að því að úrskurða, hvort Theresa verður tekin í dýrðlingatölu
eða ekki. Bók er til um liana á íslenzku.
Dr. Ramsey erkibiskui) í Kanturaborg heimsótti rússnesku rétttrúnaðar-
kirkju í sumar. Var honum þar vel fagnað. Heiinkominn lýsti hann yf-
ir meðal annars:
Viðræður við patríarkinn í Moskvu fóru fram í hróðurlegum anda og
af gagnkvæmum skilningi. Rætt var um nánara samband kirkjudeildanna
— ensku og rússnesku — og ýms nútíðarvandamál kristninnur. Talið var
að mjög æskilegt væri að gagnkvæmar heinisóknir presta, guðfræðinga
og annarra starfsmanna kirknanna yrðu sem tíðastar. Einnig að umræður
um kenningar kirknadeildanna ykjust sent mest til aukins skilnings. I’á
töldu kirkjuhöfðingjarnir það von sína, að nú þegar friðarþráin hrynni i
brjóstum manna um heim allan, yrði vaxandi eining kristinna manna
samkvæmt hoði Drottins, til að styðja að friði þjóða í milli og tryggja
hann í framtiðinni.
KIRKJURITIÐ
Tímarit gefi5 út af Prcstafélagi islands. — Kemur út mánaðarlega 10 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gunnar Árnason.
Árgangurinn kostar 70 krónur.
AfgreiSslu annast Ingólfur Þorvaidsson. - Sími 20994.
Prentsmiðja Jóns Heigasonar.