Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 12
Gunnar Árnason:
Kópavogskirkja
Hún var vígð af lierra Sigurbirni Einarssyni, biskupi, 16.
des. s. I. Sóknarpresturinn, séra Gunnar Árnason, prédikaði.
Vígsluvottar voru: séra Jón Auðuns dómprófastur, séra Jón
Tborarensen, frú Hulda Jakobsdóttir, formaður safnaðarnefnd-
ar og Jósafat J. Líndal, safnaðarfulltrúi.
Veður var liið fegursta, stillt og vægt frost. Yfir 400 manns
munu hafa sótt atliöfnina. Meðal kirkjugesta voru forsetabjón-
in og kirkjumálaráðherra og frú bans.
ICirkjan er teiknuð af búsameistara ríkisins, Herði Bjarna-
syni og er jafnarma krosskirkja með 12 metra liárri bvelfingu.
Aðalaðstoðarmaður búsameistara var Ragnar Emilsson, arki-
tekt. Hörður Ágústsson listmálari var og ráðamaður um lita-
val og innri búnað. Jón Gauti teiknaði raf- og hitalagnir.
Byggingarmeistari var Siggeir Ólafsson. Múrarameistari Björn
A. Kristjánsson. Rafvirkjameistari Sigurður Kjartansson. Pípu-
lagningameistari Lútber Salomonsson.
Bygginganefnd kirkjunnar skipa: séra Gunnar Arnason for-
maður, frú Hulda Jakobsdóttir, fyrrv. bæjarstjóri, Jósafat J.
Líndal, skrifstofustjóri, frú Marta Guðmundsdóttir, Ólafur
Jensson, verkfræðingur, Siggeir Ólafsson, byggingameistari,
Sigurgeir Jónsson, bæíarfógeti og Sigurjón Davíðsson, auglýs-
ingastjóri.
Smíðin var liafin 1958.
Kirkjan kostar nú um fjórar milljónir og má kallast full-
gerð liið innra. Eftir að einangra liana liið ytra og lagfæra
umhverfis liana, en kirkjustæðið er frábærilega fagurt og sést
þaðan vítt í allar áttir og m. a. yfir mikinn liluta liöfuðborg-
annnar.