Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 16

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 16
10 KIRKJUIWTIÐ áramótin höfum vér gert oss það að venju, að staldra við og líta í kringum oss og spyrja: Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg? Og þessi viðdvöl er alltaf góð, þessi íhugun við útgöngu hins gamla árs, er vér erum stödd á þröskuldi liins nýja. Ef vér kunnum ekkert að læra af tímanum, sem liðinn er, ])á erum vér illa stödd. Vaninn hefur sljóvgað oss. Vér eruni eins og mýldir vagnliestar fyrir æki, sem teymdir eru áfrarn sömu götuna ár eftir ár, unz vér liættum að sjá annað, þó að vegur sé undir og vegur yfir, vegur á alla vegu. Til er liöggmynd eftir einn mesta snilling þjóðar vorrar, Einar Jónsson. Myndin heitir: 1 tröllahöndum. Það er fjötr- aður maður, sem orðinn er að steingervingi. Þannig fer van- inn með oss, fjötrar oss og gerir oss blind á háðum augum. Frumskilyrði þroskavænlegs lífs er að koma auga á krossgöt- urnar, sjá að vegirnir eru margir og reyna að velja hinn bezta með opnurn augum og vakandi skilningi. Það er alltaf til leið út úr liverjum vanda. Það er alltaf leið fram á við og upp á við til farsældar og blessunar. Ef vér höfuni ekki gengið til góðs og fremur aftur á bak en nokkuð á leið, þá er að leita orsakanna og velja aðra heillavænlegri leið. Til ]>ess þarf hetri skyggni og hana eiga árajikiptin að gefa oss. Hvernig dýrin tala Ef þessir þegðu mundu steinarnir lirópa, sagði meistarinn. En ef steinarnir tala, er það þá nokkur fjarstæða að fullyrða, að dýrin kunni að geta talað mannsmáli endrum og eins líkt og Bíleams asna forðum? Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngerir verkin lianda lians. Hver dagurinn af öðrum mælir erð og hver nóttin af annarri talar speki. Þannig var sungið í fornum sáhni. Og enn lieyra vitrir menn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.