Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 18

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 18
12 KIHKJURITIÐ ylja oss um hjartarætur á gamlársdag? Þú er það, sem kirkju- garðurinn rís. Og vér segjum við vinina Iiorfnu: Hvað varð af ykkur? Molilin, sem hylur bein ykkar, gróf hún urn leið ást ykkar, von og trú? Er liin dynjandi móða gleymskunnar fallin að eilífu á milli yðar og vor, eða búið þið í því ríki, þar sem lirörnun og dauði er ekki framar til og andinn lifir í dýpra fögnuði en liér er auðið að skynja? Komum vér einnig þangað, þegar fylling tímans leysir oss úr nauðum? Svipir framliðinna liafa ekki liátt, en þeir minna oss á, að vér stöndum sjálf feti nær að flytjast inn í þetta þögula ríki. Og viltu þá, að minningin um þig verði Ijúf þeim, sem standa yfir moldum þínum, svo að þeir gjarnan vildu sjá þig aftur eitt gamlárskvöld, þegar allir álfar og andar fortíðar og fram- tíðar fara á kreik? Eða er þér sama, þó að allir verði fegnir að hafa sex fet af mold yfir liöfði þér? Vötn verSa að víni Ekki verður því neitað, að margir drekka vín sér til óhóta og þá kannske ekki sízt á gamlárskvöld, og hæfir það ekki vel. Gætum vér þá óskað þess, að vatn yrði að víni eða mundum vér telja það hátíðarbót? 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, að ekki getur þetta orðið nema með kraftaverki Guðs, og fyrsta kraftaverkið, sem Drottinn vor vann í Galileu var einmitt það að breyta vatni í vín. Þetta var til þess gert að efla veizlugleðina í brúðkaupinu í Kana. Orðrétt segir í guðspjallinu: „Þetta sitt fyrsta tákn gerði Jesús í Kana í Galileu og opinberaði dýrð sína“. Til mundu vera þeir menn, sem lielzt kysu, að þessi frásögn væri strikuð út íir Nýja testamentinu. En þarna stendur liún, livort sem mönnum h'kar betur eða verr. Reyndar verður þess livergi vart í guðspjöllunum, að Jesiis liafi haft nokkra sér- staka ömun á víni. Til voru líka strangir bindindismenn á lians dögum, sem kölluðu hann vínsvelg í niðrunarskvni. En liann lét sér öldungis á sama standa og benti þeim liinum sömu á, að ekki saurgaði það manninn, sem inn í liann færi, heldur miklu fremur þær illu hugsanir, sem út af lionum kæmu. Ég vitna ekki í þetta til þess að láta liggja að því, að Jesú

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.