Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 20

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 20
14 KIRKJURITIÐ víni þannig, að sá drykkur nægir þér, og áfengi gerir ekki annað en slæva gleði þína. Sannarleg gleði er vitnisburð'ur um það, að líf vort liafi ekki borið langt af réttri leið. Því segir í gömlum dansi: Svo skulum vér til gleðinnar gá að góðu engu týni. Guð oss fylli gleðinnar víni. Biðjum Guð að gefa oss svo mikla sannarlega gleði um þessi áramót, að vötnin verði að víni á þennan liátt. Óskastund Og nú er óskastund! í upphafi var óskin, og liún er ævinlega frumhvöt þess, sem er og verður. I trú og von birtast óskir stríðandi lýða. Framtíðin verður eins björt og góð og vér höfum vit til að óska oss nú í dag. Vér eigum alltaf kost á að velja, og Guð mun ávallt gefa oss það, sein vér biðjum hann um. Grípum þá þessa óskastund og biðjum: Komi ríki þitt, lieil- agi Guð! Verði þinn vilji svo á jörðu sem á liimni. Gef öllum þjóðum náð til að þekkja þig og þann sem þú sendir, Jesúm Krist! Vonin hlífir hyggju inanns hún á kífi gerir stanz, liátt fió svífi harmafans, hún er lífakkeri manns. Ilúsgangur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.