Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 29

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 29
KIRKJUIUTIÐ 23 — Allir þessir menn tóku mér prýðilega og hjálpuðu niér að kvnnast því, sem ég óskaði. En hefði ég engin meðmæli liaft, hefði ég farið jafn ókunnugur og ég kom — því að vand- ræðamennirnir íslenzku höfðu verið þar á ferð nýlega. Hér skal staðar numið og engin fleiri ferðasögubrot talin, öðrum guðfræðingum til leiðbeiningar. Það, sem ég bæti liér við, snertir ekki fremur þá en aðra, sem ókunnugir fara utan. Erlendur ferðamaður rekur sig fljótt á, að sinn er siður í landi hverju og ýmsar umgengnisvenjur ólíkar. Verður það ferðamanni til tafar og jafnvel fótakefli, ef liann veit ekkerl um það fyrirfram. Svipað er að segja um nauðsyn útlendings að vita fvrirfram að allmörg algeng orð eru allt annarar nierkingar í einu landi en í öðru. Hefur margur rekið sig óþægilega á það á Norðurlöndum, liafi hann ekki getað talað nema eina tungu þeirra og ekkert kynnt sér þetta fyrirfram. Lundarfar og ýms þjóðareinkenni eru og mjög mismunandi. f róðlegt er að kvnnast því, en fávíslegt að liirða ekkert um það. Mín reynsla frá eitthvað 15 utanferðum til útlanda er sú, að hvergi er eins fljótlegt að kvnnast fólki eins og í Danmörku, en hvergi jafn seinlegt og á Englandi. Og í engu landi eru bein uieðmæli að vera Islendingur nema í Noregi — hafi ekki ein- hver vandræðamaður íslenzkur farið þar um rétt á undan uianni. Sem betur fer lief ég aldrei rekið mig á það nema í fyrstu ferð minni. — En þrátt fyrir það er ókunnugum mikils- vert að hafa með sér skrifleg meðmæli bæði í Noregi og öðr- 11111 löndum. Ef til vill er rétt að geta þess að lokum, að þessir 2 Islend- ingar, sem vikið befur verið að, komu aldrei aftur til Islands, |iótt þeir færu alfarnir frá Noregi vorið 1901. Annar þeirra Haetti þá alveg við áfengi og var til dánardags nýtur borgari lijá nágrannaþjóð. Hinum, sem vísað var úr landi í Noregi að sögn, fór til Danmerkur og hélt þar áfram að „slá“ háa og lúga. Stuttu síðar hvarf liann hrott, sumir sögðu suður á bóg- iun, aðrir vestur. Ég liefði hlegið að mörgum sögum, sem um l>ann voru sagðar, ef hann hefði ekki verið Islendingur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.