Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.01.1963, Qupperneq 41
FriSrik A. FriSriksson: Séra Guðmundur B. Guðmundsson MINNINGAKORÐ Hinn 19. maí s. 1. andaðist að heimili sínu, í Norður-Las Vegas, Nevada, Bandaríkjunum, vestur-íslenzki presturinn, séra Guð- niundur Bjarnason, Guðmundssonar. Hann notaði afanafn sitt að eftirnafni. Hann faeddist í Reykjavík 26. maí 1898. Hann var sonur Bjarna trésmiðs GuSmundssonar frá Stardal, Stokkseyri, og Ingibjargar Jónsdóttur frá Gaulverjabæ. Langafi hans var séra Bá]] Ingimundarson í Gaulverjabæ. Drengurinn varð eftir, er foreldrar lians fluttust til Kanada, um aldamót. Börn þeirra v°ru mörg og myndarleg, og eru nú flest búsett í Kaliforníu. Lar lifir Ingibjörg, móðir þeirra, enn, báöldruð. Hún er kunn að trúhneigð sinni og ljóðhneigð, og befur margt andlegra ljóða Lennar birzt í vestur-íslenzku blöðunum. Kirkjuritið liefur og ^irt ljóð eftir liana. Séra Guðmundur naut góðs trúarlegs uppeldis á Islandi, fyrstu 8 árin hjá Önnu Guðmundsdóttur, föðursystur sinni, en síðan Iijá föðurforeldrum sínum í Stardal. Mátti löngum á iionum skilja, að trúaruppfræðslan sú befði verið lionum bezti skólinn. Nýfermdur fluttist liann vestur til fólks síns í Foam Lake, Saskatcbevan, Kanada, — austast í svonefndri Vatnabyggð. -— Næstu 10 árin vann hann við ýmislegt. Um skeið rak bann bifvélaverkstæði. Snemma var hann atorkumikill og afburða bagur. Arið 1922 liélt hann til Bandaríkj anna, ákveðinn í að ganga menntaveginn. Eftir nokkur undirbúniugsnámsár bóf hann guðfraeðinám við Union Tbeological College í Cliicago. Síðar

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.