Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 42

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 42
KIKKJUIMTIU 36 ]as hann vift' Cliicago Tlieological Seminary og guðfræðideild Cliicago-liáskóla. Kynntist ég honum og konu lians, Sigurrós (Rose), í Chicago veturinn 1928—’29. Til þeirra var gott að koma. Efalaust áttu þau þó fremur erfitt uppdráttar. Hann hafði atvinnu sem vökumaður yfir vöruskemmum, en sótti skóla jafnframt. llose var músíkmenntuð og hafði ágæta söngrödd. Foreldrar hennar voru Gísli Torfason og Sigríður Sigurðardóttir, er flutzt liöfðu til Kanada, ættuð úr Dalasýslu. Séra Guðmundur var myndarmaður í sjón, luír og þreklegur, stilltur jafnan og æðrulaus, en heill og lilýr í viðmóti. Gat verið góðlátlega kýminn. Féll mér liann mæta vel í geð. Hann lauk guðfræðiprófi 1932. En ekki vildi liann taka vígslu, fyrr en sjá niætti, að hann væri til einhvers nýtur í vín- garði kirkjunnar. Gerðist liann prestur safnaðar nokkurs, sem var í upplausn, í Minooka, landbúnaðarliéraði fyrir vestan Chicago. Tveim árum síðar var söfnuður þessi orðinn f jölmenn- ur og atliafnamikill og m. a. búinn að endurnýja kirkjuliúsið og fegra mjög, og kaupa í það nýtt og vandað orgel. Kórinn í kirkjunni þótti svo fagurbúinn, að atliygli vakti víða vegu. Enginn nefndi það framar að leggja niður söfnuðinn. Eftir þessi farsælu reynsluár tók séra Guðmundur prests- vígslu, síðsumars 1934. Á styrjaldarárunum var liann herprestur, fyrst lieima í Bandaríkjunum, síðar á Filipseyjum og í Japan. Eftir styrjöldina þjónaði hann söfnuðum í Suður-Kaliforníu, við ágætan orðstír. Hvar sem hann starfaði lagði liann mikla áherzlu á reisn og fegrun guðshúsanna og umhverfis þeirra, og sjálfur smíðaði liann ölturu, predikunarstóla og skírnar- fonta, er þykja listaverk. Vorið 1958 heimsótti ég þennan vin minn í Norður-Las Vegas. Tveiin árum áður liafði liann tekið að sér þjónustu lítils og vanmáttugs safnaðar, og byggt hann upp andlega og félagslega. Naut liann mikillar virðingar og vinsælda í borginni sem starfs- maður og frömuður almennra mannúðar- og menningarmála, var prestur horgarinnar við opinberar athafnir og formaður nefndar, er sá um dvalarbúðir barna og ungmenna. Við frá- fall lians — og raunar oft áður — rituðu borgarblöðin um liann með mikilli viðurkenningu. Eitt þeirra kallar hann lær-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.