Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 48

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 48
42 KIRKJURITII) Síðari hluti bókarinnar veitir góða innsýn í prestsstarf, sem rækt cr af inikilli trúinennsku. „Mig langaði svo innilega til að verða fólki til blessunar og gleði“. Þetta niega kallast einkunnarorð þjónustu hans. Honum voru bús- vitjanir mjög hugfólgnar og telur þær injög áríðandi. Og honum er ljóst að presturinn er ekki alltaf sá, sem liefur einhverju að miðla. Hann lýsir þeim skilningi vel með sínum látlausa liætti með því að tilfæra þessi orð málkunningja síns, skömmu eftir að Sigurður tók vígslu: „Jæja, séra Sigurður minn, nú byrjar fyrir alvöru þín prestlega mcnntnn, áhrif, sem söfnuðirnir liafa á þrig“. Ættjarðarást lians endurspeglast í orðum hans um það er liann leit aftur Eyjafjallajökulinn, þegar liann kom Iiingað í heimsókn 1934: „Að fá að sjá þessi fjöll á ný var að minum dómi æðsta sæla, sem liugs- anleg var af allri jarðneskri sælu að verða aðnjótandi“. Æviþrá lians var sú „að vera i tölu auðmjúkra þjóna Jesú Krists, sonur Islands og hinnar íslenzku þjóðkirkju, en fóstursonur hinna ameríkönsku og kanadísku þjóða“. Það er gott að eiga sálufélag við þennan kyrrláta og góða prest. Það gefur bókinni mest gildi. Sara Lidman: SONUR MINN OG ÉG Bókaútgáfan FróiU. 1962. Bók, sem ekki gleymist og þarf líka að munast. „Rödd ntanns, sem lirópar í eyðimörkinni“. Nístandi sverð. Þetta er sagan af aðförum hvítra manna í Suður-Afríku, skrif- uð af heilagri vandlætingu og þó öfgalaust. Nakinn veruleiki. Það veit ég meðal annars af hinni sönnu frásögn séra Charles Hooper: BlóS á grasinu, sem birt liefur verið í Vár Kyrka undanfarið. Þar eru miklu liroðalegri lýsingar, en frá- sögn skáldkonunnar gengur engu síður nær hjarta. I henni er grát- ið blóðugum tárum. Enginn neitar að sainbúð kynþátt- anna þarna syðra er mikið vanda- mál og yfirráðamennirnir eiga ýmsar afsakanir. En liitt er bláber sannleikur að blökkumennirnir eru líka menn og eiga kröfu til að njóta mannréttinda á borð við „út- lendingana“, sem hafa lagt undir sig landið, til þess að ausa sem inestu úr auðlindum þess. Og ekkert er vissara en að hugarfar stjórnar- valdanna er ókristilegt og aðfarir þeirra margar eins og hnefahögg í garð meistarans frá Nazaret. Þótt þau telji liann svo mikinn „sinn mann“ að þau banni að sýna hann á krossinum í liki blökkumanns. Ilvað hefði honuni sjálfum verið fjær en andmæla því? Sara Lidman fékk strax á sig frægðarorð, er fyrstu sögur liennar komu út. Hún skrifar ljósan og áhrifamikinn stíl. Og persónur lienn- ar eru lifandi manneskjur með kostum og gölluin eins og gengur. Þessi bók er óneitanlega magn- þrungið ákæruskjal á þessa „sið- menntuðu tíma“. Og spásögn þess að réttlætinu er unnt að fresta en ekki að kveða það niður. En liún er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.