Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 49

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 49
K I lí K J U It 1 TIF> 43 líka stórbrotið skáldverk. Það er í henni seiður mikilla vatna í víð- lendum myrkviði. SigríSur lijörnsdóttir jrá Miklabœ: l LJÓSI MINNINGANNA — Bernsku- og æskuminningar — PrentsmiSjan Leiftur. 1962. Síðastliðna áratugi hafa alls kon- nr minningahækur verið einn megin állinn í hókaflóðinu. Og er orsök bess hin iniklu tímamót, sem sú kynslóð, er nú er miðaldra eða 'Heira, lifði og ekki eiga neina hlið- stæðu síðan land byggðist. Eg minn- >st þess })ó ekki að nein prestskona hafi fyrr rakið æviþræði sína í keilli hók. Fer vel á því að frú Sig- fíður Björnsdóttir riði þar á vaðið. Hún er af góðu hergi brotin og alin uPp á þjóðkunnu prestsheimili, var síðan lengi prestskona í sveit, en hefur síðustu órin tekið ])átt í ýmsu, a. opinberum störfum hér í höf- uðborginni. Frú Sigríður er prýðilega rit- fær. Frásögn hennar er látlaus en l'ýð og heiðríkja yfir henni allri. Víst eru þættirnir mismerkir, enda uPpistaðan misjöfn. Að öðrum þræði eru frásögur, að hinum fyrst °R fremst lýsingar vissra geðhrifa. Höfundur segir innilcga frá föð- ,lr sinum, sem var ínaður ágætlega 'el að sér og víðkunnur fyrir ljúf- ■nennsku sína. Heilög stund er fal- leg mynd af andláti gamallar konu. KvöldfriSur lýsir vel andblæ þeirra stunda, þegar húslestrarnir voru lesnir. Feigðarför Benedikts og mynd Guðmundar gamla festast manni í minni. Lýsing Steingríms á Silfrastöðum hefði átt að vera fyllri — liann var svo sérkennilegur og suma ferða- söguþættina finnst mér minnst til um. Slíkt er auðvitað smekksatriði. Þó sakna ég þess mest að frú Sig- ríður skuli ekki hregða upp fleiri myndum af hinu annasama lífi ís- lenzkra prestskvcnna á mörgum kirkjustöðum, sem lágu í þjóðbraut. Barnmargra mæðra, sem þurftu að stýra mannmörguin heimilum og vera þess alltaf viðhúnar að taka ó móti mörgum gestum — ekki sízt messudagana. — Það er sann- arlega mikil saga. Og höfundur átti þar sinn þátt, sem í hókinni er að mestu látinn liggja í þagnargildi. Sliolom Aseh: GYÐINGURINN. Leiftur 1962. Með þessu hindi lýkur hinni stór- merku sögu, sem Magnús Joc- humsson hefur íslenzkað. Hér gefst mikil innsýn í hinn gyðinglega hugmyndaheim og lesandinn sér marga hluti í annarri hirtu en liann á að venjast. Þetta er meira en skemmtilestur, það er hók sem vekur mann til hugsunar. G. Á.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.