Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 27
KiRKjuniTin 121 JÖRUNDUR GESTSSON, HELLU: Kirkja Krists Hún stendur sem vörSur i aldanna ólgandi móSu um allt þaS fegursta, dýrasta, helgasta og bezta og Ijósin í turnunum hennar, sem vitar á veginn henda til verSandi skilnings á öllu því göfgasta og mesta. Sú bygging er traust, sem aldanna storma stendur, liver steinn er þar skráSur meS tímanna sagna ristur og grunnurinn mikli, sem aldrei aS eilífu bifast er alvaldsins fórnandi náS, vor Jesús Kristur. Á öllum timum viS ölturu musterunna eiga sálirnar helgar stnndir í trú og lotning. Þar bœnirnar stíga til móts viS inn mikla anda í máttugu skjóli þínu kristninnar drottning. Og fylkingar œttliSa fœra sín biirn til skírnar í faSm sinnar stóru móSur, svo blessun þau hljóti. Og þangaS er sótt, — þá síSasta förin er farin — fyrirbam þín, aS náSar Drottins hver njóti. Og hvar sem mennirnir guSshús af griinni reisa, er gengiS til móts viS allífsins bjarta Ijóma. Trúin á GuS, er allt, sem viS þurfum aS eiga, hún ein gefur réttinn til lífsins helgustu dóma. ViS allari drollins er öruggur griSastaSur, þar augu frelsaruns skyggna þitt breyska lijarta og.ást lians og mildi, bœn þína bera til hœSa og binda vitund þína kœrleiksgeislanum bjarta. Kirkja Droltins, — hvort stór eSa smá hún stendur, — stefnuna gejur hverjum, sem villtur leitar. Því verndara hennar, hans er mátturinn, valdiS hvort, sem þú trúir eSa ekki, vilt eSa neitar. Hún stendur á verSi í aldanna ólgancU móSu um eilífSarneistann, lífsgeislann skínandi bjarta. Hún vísar þér leifi svo þú ráSvilltur ratir til hennar °g reisir þér kirkju drottins í eigin hjarta.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.