Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 8
KIRKJURITIÐ 102 eins konar sjúkdómur, livað við höngum í því að allt verði að vera eins og við viljum, og að við hljótum að barma okkur, ef eitthvað ber út af því. í tíð afa okkar og ömmu var iðulega snurða á lijónabandinu. En ]>á datt mönnum ekki í lmg að rjúka í skilnað, þótt eitt- hvað slettist upp á milli þeirra. Þeir litu á hjónabandið seni samning, og það var á móti Guðs og manna lögum að brjóta liann. Þeim fór líkt og landkönnuðum, sem alltaf eru að komn að nýjum og nýjum ám og klífa hvert fjallið af öðru. Lang flestir gáfust ekki upp fyrr en þeir komu að markinu. Óneitanlega kemur fyrir að hjónabönd eru lögð í þvílíka rúst að ógerlegt er að endurreisa þau. Eg lield ekki að þið séuð komin svo langt. Hitt er annað, að þið munuð lenda í því, cf ]>ið grípið ekki til bjargráða og það tafarlaust. Þú kveðst vilja tala við mig. Það er guð vel komið að þið liittið mig eftir viku — ef þið Nancy fallist á að gera ákveðna tilraun þangað til. Ef þið gangið að þeim skilyrðum, getui' orðið eillhvert gagn að viðræðum okkar. Að öðrum kosti sé ég litla ástæðu til að eyða hvort lieldur mínum eða ykkar tíma til þessara hluta. Ég fer fram á að þið eyöið daglega liálftíma næstu viku til þessara tilrauna. Ég ábyrgist ekki að ykkur finnist þessi hálf- tími skemmtilegur eða auðveldur. En ]>ið skuldið liann áreið- anlega börnum ykkar, ef ekki líka ykkur sjálfum. Við skuluin Iiorfast í augu við, að skilnaðarákvörðunin, sem þið eruð í þann veginn að taka, hefur sín áhrif á líf ykkar allra finun. Þessi tilraun, sem ég ætlast til að þið gerið, hefur áður verið reynd með árangri. Það, sem til liennar þarf, er einfaldlega: vekjaraklukka - helzt með háværum gangi — tveir stólar og Iiljótt herhergi þar sem þið verðið ekki fyrir ónæði. Ein krafa enn: Ég ællast til að þið látið bæði vera að hragða áfengi þessa viku. Það getur vel verið að livorugt ykkar drekki nokk- uð að ráði; en þegar samkomulagið er bágt á milli einliverra, veldur áfengið því, jafnvel þótt í smáum stíl sé, að fyrr sýður upp úr en ella. Leggið það þess vegna á hilluna. Þið hafið gott af þeim aga. Farið svo daglega inn í þetta kyrrláta lierbergi, lokið dyr- unum, stillið klukkuna þannig, að hún hringi eftir 30 mínútur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.