Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 42
Tilmæli til presta Sjómannastarf (lönskn kirkjunnar hefur færzt það verkefni í fang að’ reisa sjómannalieimili í nýjum bæ, Hanstholm á vest- urströnd Jótlands. Þarna er verið að gera nýja höfn við Atlants- liafið og skipuleggja siglingabæ og danska kirkjan ætlar ekki að láta dragast að koma upp heimili fyrir sjómennina. Mættum við Islendingar liugsa margt í því sambandi, en það er önnur saga. Einn stjórnarmaður sjómannastarfsins danska, F. V. Eils- cliou-Holm, er mörgum kunnur liér á landi. Hann var formaður Prestafélagsins danska og kom liingað til vígslu Skálholtsdóm- kirkju. Hann hefur skrifað mér og sagt frá því, að stjórn sjó- mannastarfsins hafi safnað 50.000 dönskum krónum — með J)ví að selja tiotuS frímerki. Nú fer liann ])ess á leit, að íslenzkir emhættisbræðnr útvegi ísl. frímerki notuð. Segir hann, að ísl. frímerki séu í allmiklu verði í Danmörku. Ég vil liér með flytja prestum kveðju sr. Eilschou-Holm —- og sr. Finns Tulinius, vors ágæta vinar, sem styður ])etta mál —- og biðja þá að taka þetta til atliugunar. Margir munu eiga eitt- livað af frímerkjum, sem þeini verður sennilega ekki mikið úr, og fljótgert með liirðusemi að ná sainan nokkru safni. Ættum við að geta án neinna útláta veitt dönskum bræðrum nokkurn stuðning með því að senda verulegt magn notaðra frímerkja. Megum við þá og minnast þess, live myndarlega danskir prestar hafa safnað í stórgjafir til Skálliolts og að margir þeirra hafa verið meðal okkar l)cztu liðsmanna í handritamálinu. Það er velkomið, að ég eða skrifstofa mín annist meðalgöngu um að senda notuð frímerki, sem menn vilja láta í þessu góða skyni. En annars má senda beint til: Generalsekretær Fr. Vilh. Eilsehou-Holm, Indenlandsk Sömandsmission, fíernstoffsgade 21, Köhenhavn V. 4/3 1965. Sigurhjörn Einarsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.