Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 38
KlKKJliUlllD 132 sem niður féll við eða skömrnu eftir ferniingu og auðnist að finna trúarlega fótfestu á þeim grundvelli sem þá var lagður. En efalaust er, að þetta fólk liefði í öllum skilningi verið bet- ur sett, liefði það ekki barnatrúna eina á að byggja og svo munu þeir líka margir, er aldrei auðnast að finna aftur engla þá, er börn þeir þekktu fyrr... Já, þcgar við liugleiðum þá rýru uppskeru, sem fermingar- undirbúningur okkar almennt virðist gefa, þá fer ekki hjá því að ýmsar spurningar vakni. I mörgum tilfellum gelum við prestarnir ugglaust sjálfum okkur um kennt að verulcgu leyti, — að við liöfum ekki gert allt, er í okkar valdi stóð eða séum ekki starfinu vaxnir. Efa- laust er og að það lieiðna andrúmsloft, sem börnin og ung- mennin svo víða lifa og lirærast í ræður hér miklu um og það er að minni liyggju örlagaríkast í þessu samhandi. En auk ]>essa eru svo uppi ýmsar raddir um, að 14 ára aldurinn, sá fermingaraldur, sem nú tíðkast hjá okkur sé ekki alls kostar vænlegur til árangurs. Eg liirði ekki um að rekja hér vangaveltur sálarfræðinnar í þessu samhandi, þótt ég leggi engan veginn lítið upp úr niður- stöðum liennar, en það mun mála sannast, að á þessu aldurs- skeiði sem öðrum sé þróun og þroski mjög einstaklingsbundinn og ekki um neinar undantekningarlausar allslierjarreglur að ræða og það er alveg sama að þessu leyti, hvaða aldursflokkui' tekinn er. Hitl er svo auðvitað, að almennt eru unglingar á 14- aldursári komnir inn á það hreytinga- og byltingaskeið, er á ytra borði einkennist m. a. af meiri eða minni uppreisnarlineigð gagnvart hvers konar forskriftum og ýmis rök má ugglaust færa fyrir því að fermingin með tilheyrandi undirhúningi vrði ár- angursríkari, ef þetta ætti sér stað síðar en nú gcrist og þá lieliít ekki fyrr en að afloknu gelgjuskeiðinu eða um 17—18 ára aldur, en það er t. d. venjulegur fermingaraldur í reformeruðu kirkj- unni í Hollandi. En slíkt liygg ég, að sé nánast um tómt mál að tala við okkar aðstæður, alla vega er öruggt mál, að yrði feriningin látin dragast eitthvað verulega framyfir skyldunámsaldur, þá mundi ekki nema eitthvert brot af ungmennunum fermast, — þar koma m. a. til atvinnuhættir okkar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.